Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 116
SKAGFIRÐINGABOK
hafði Urban páfi II. fengið þetta staðfest á kirkjuþingi.4 Biskup-
arnir urðu auðvitað að sýna gott fordæmi, og Ossur erkibiskup
hefur talið réttast, að hið nýja biskupsefni gengi fyrir páfa og
sækti sjálfur um undanþágu.
Eins og kunnugt er, fór það orð af biskupsdómi Jóns Ög-
mundssonar (1106 — 1121), að kristnihald hefði ekki í annan
tíma staðið með þvílíkum blóma í Norðlendingafjórðungi sem
á hans dögum, og er þetta mikið umhugsunarefni. Ekki fær
biskupsdómur fyrsta biskupsins í Skálholti slíkan vitnisburð.
Elalda mætti að Jón Ögmundsson hefði haft óvenjulega góðan
undirbúning til þessa starfs og kemur þá suðurganga hans upp í
hugann. Biskupsdómur hans virðist vera eins og sproti á meiði
hinnar voldugu umbótastefnu, sem umbótapáfarnir á seinni
hluta 11. aldar og 12. öld héldu á lofti. Þetta samrýmist því bezt,
að Jón Ogmundsson hafi fengið fræðslu um það í Róm hjá
Paschalis II. páfa, hvernig honum bæri að rækja embætti sitt.
Um þær mundir, er Jón hlaut vígsluleyfi, höfðu páfarnir í
meira en aldarfjórðung barizt við keisara og konungsvald fyrir
viðurkenningu á rétti kirkjunnar, rétti páfadæmisins til að
stjórna kirkjunni án íhlutunar hins veraldlega valds, rétti páf-
anna til að segja hinu veraldlega valdi fyrir verkum, og má þá
nærri geta hvers konar brýning nýkjörnum biskupi til Hóla
hefur staðið til boða, er páfi veitir honum vígsluleyfi.
En hvaða leið skyldu þeir hafa farið, þeir Jón og Kolbeinn?
Gizka mætti á það, að þeir hefðu farið hina svokölluðu „eystri
leið“. I leiðarvísi frá 12. öld um leiðirnar til Rómaborgar er
þeirri leið einni lýst allrækilega og hefur það þótt benda til þess,
að íslenzkir Rómferlar hafi notað hana mest, en þessi leiðarvísir
er einmitt saminn handa þeim og var höfundurinn reyndar úr
Hólabiskupsdæmi, Nikulás ábóti á Munkaþverá.
Þessi leið liggur fyrst um Danmörku. Gert er ráð fyrir að
íslenzkur suðurgöngumaður sigli til Álaborgar á Norður-Jót-
landi, annaðhvort beint frá íslandi eða þá með viðkomu í
Noregi. Frá Álaborg liggur leiðin suður eftir Jótlandsskaga og
114