Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 118
SKAGI-'IRÐINGABOK
náttstaði hann hafði. Sennilega hefur hann legið úti á nóttum,
nema þegar hann hefur getað leitað skjóls í klaustrum. Hann
komst þó alla leið norður til Danmerkur, en var þá orðinn eins
og drusla. Er hirðmenn Sveins konungs sáu hann, hlógu þeir að
honum, en konungur benti þeim á, að þetta væri ástæðulaust,
þar eð Auðun hefði með suðurgöngu sinni tryggt sálarlega
velferð sína, en þeir ættu það eftir.6
Einn af áningarstöðunum á leið suðurgöngumanna var
klaustrið í Reichenau við Bodensee. A íslenzku hefur þetta
stundum verið kallað klaustrið í Eynni auðgu við Boðnarsjó.
Þaðan hefur varðveitzt afrit af skrá um gestina, eða þá a. m. k.
hluta þeirra, og skipta nöfnin tugþúsundum. Þarna eru að
sjálfsögðu nöfn frá Norðurlöndunum, og nokkrir tugir nafna
eru færðir undir heitinu „Hislant terra“, þ. e. a. s. ísland. Nöfn-
in eru æði mikið afbökuð og ekki einu sinni unnt að bera fram
svo mikið sem ágizkun um það, hver þeirra kunni að vera úr
Skagafirði.7 Athyglisvert er það, hve margar konur eru á
skránni og styður það sanngildi þeirra dæma í íslenzkum
fornritum, sem greina frá suðurgöngu kvenna; mætti hér nefna
húsfreyju nokkra á Reynistað, Guðríði Þorbjarnardóttur að
nafni, en sagt er, að hún hafi farið til Rómar og komið aftur til
Islands, en það gerðu ekki allir, sem lögðu af stað til Rómar.
Islenzkar fornsögur segja reyndar margt fleira um þessa konu,
m. a. um veru hennar í Ameríku og Grænlandi, og ef það er allt
sannleikur, má slá því föstu, að Guðríður hefur verið með
afbrigðum heilsuhraust, en fátt var mikilvægara fyrir Rómferla
en góð heilsa.
II
Nokkur pdfabréf 1255 — 1549
Ef HÓLABISKUP átti erindi við páfa og var við góða heilsu, var
kannski ekkert því til fyrirstöðu, að hann tæki sig upp og færi í
eigin persónu á fund páfa. En öðru máli gegndi, ef páfi þurfti að
116