Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 119
PÁFABRÉF TIL HÓLABISKUPA
koma einhverju á framfæri við Hólabiskup. Páfarnir fóru að
vísu í ferðalög, stundum norður fyrir Alpana, en til Islands kom
enginn páfi á miðöldum. 1 stað þess að koma sjálfur skrifaði páfi
bréf (í örfá skipti sendi hann legatos — legáta) og notaði þá
venjulega erkibiskup sem millilið. Páfabréf til Hólabiskupa eru
því fá, en páfabréf til erkibiskups (sem sat í Niðarósi) þeim mun
fleiri.
í Islenzku fornbréfasafni eru prentuð þau bréf frá páfa til
Hólabiskupa, sem útgefendur vissu til, að varðveitzt hefðu. Hið
elzta þessara bréfa er dagsett 30. júlí 1198 og er frá Innocentíusi
III.8 Þetta bréf er hið merkasta plagg og verður fjallað sérstak-
lega um það síðar í þessari grein.
Annað í röðinni, miðað við tímasetningu, er dagsett 12. marz
1255 og hefur verið sent öllum lýðbiskupum í Niðaróserki-
biskupsdæmi, þar á meðal Heinreki Kárssyni Hólabiskupi.
Páfinn, Alexander IV., tilkynnir í bréfinu, að hann hafi staðfest
kosningu Einars Gunnarssonar smjörbaks til erkibiskupstignar
í Niðarósi og gefur lýðbiskupum fyrirmæli um að vera hinum
nýja erkibiskupi hlýðnir.9
Þetta bréf er hið fyrsta sinnar tegundar, sem varðveitzt hefur,
þótt ekki sé þar með sagt, að það sé hið fyrsta, sem skrifað hafi
verið. Þess hefur verið getið til, að páfi hafi haft sérstakt tilefni
til að gefa þessa áminningu. Hann hafi um sama leyti gefið út
bréf, þar sem hann staðfesti samþykkt, sem biskupar í Niðarós-
erkibiskupsdæmi höfðu gert um að leggja fram nokkurt fé til að
standa straum af suðurför kjörins erkibiskups10 og hafi viljað
leggja á þetta frekari áherzlu með sérstakri áminningu til lýð-
biskupa um að vera hlýðnir erkibiskupi.
Sá skattur, sem hér er um að ræða, hefur verið nefndur
tygilstyrkur á íslensku, en á kirkjumáli miðalda, latínu, hét
þetta subsidium pallii. Pallíum var klæðisplagg, sem páfi afhenti
hinum nýja erkibiskupi, og fór sú athöfn fram í Róm, enda hluti
af vígslunni. Hvernig verið hefur ástatt um greiðslur Hóla-
biskupa á þessum skatti, er nú ekki mikið kunnugt um, en þó
117