Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 120
SKAGFIRÐINGABÓK
hefur það verið haft fyrir satt, að nokkuð langur tími hafi liðið
frá því, að almennt kirkjuþing setti reglur um slíka skattgreiðslu
— það gerðist 1215 — og þar til Hólabiskupar fóru að greiða
þetta. Hins vegar hefur verið bent á dæmi um það, að Skálholts-
biskup hafi lofað að greiða slíkan skatt 1232 og nam þetta 2400
álnum.11 Má af þessu sjá, að hér var ekki um lítið fé að ræða. En
um tygilstyrkinn er það eins og svo víða í sögu miðalda, að
heimildafæðin kemur í veg fyrir það, að vér getum gert oss
skýra mynd af því, hvenær Hólabiskupar greiddu hann, hve
mikið og hvernig þeir fóru að því að koma þessum ferðastyrk í
réttar hendur.
Næsta páfabréf til Hólabiskups er einnig bréf, sem sent var
öllum lýðbiskupum í Niðaróserkibiskupsdæmi. Það er frá Jó-
hannesi XXII. páfa í Avignon, dagsett 29. ágúst 1326.12. Avign-
on í Suður-Frakklandi var aðsetur páfanna 1309 — 1376 og
þaðan skrifar páfi, meðal annars til Lárentíusar Kálfssonar
biskups á Hólum 1324 — 1331 og biður um hjálp gegn villutrúar-
mönnum og guðleysingjum, sem geri óskunda á Italíu.
Jóhannes XXII. var einhver snjallasti fjármálamaður og
skipuleggjandi, sem setið hefur á páfastóli. Hann lagði mikið
upp úr traustum efnahag stólsins og í embættistíð hans færðist
það mjög í aukana, sem áður hafði þó verið byrjað á, að
páfastóllinn tæki í sínar hendur veitingarétt kirkjulegra embætta
og nytjaði þetta í fjáröflunarskyni. Villutrúarmenn þeir og
guðleysingjar, sem hann telur sig eiga í höggi við, hafa væntan-
lega verið Þýzkalandskeisari og fleiri, en Jóhannes XXII. háði
harða baráttu til að verja eignir og áhrif kirkjunnar á Italíu, og
hefur það verið kostnaðarsamt.
Sjálfsagt hefur Lárentíus Hólabiskup viljað aðstoða við bar-
áttu gegn villutrúarmönnum, guðrækni hans hefur ekki verið
dregin í efa. En um þetta eigum vér engar heimildir, nema þá að
nafn Lárentíusar fyrirfyndist í bókhaldi Jóhannesar XXII. Til
er ævisaga Lárentíusar Kálfssonar, rituð af manni, sem þekkti
vel til æviferils hans.13 Þar er ekki minnzt á umrætt páfabréf, en
118