Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 122
SKAGFIRÐINGABÓK
af sögunni má hins vegar draga þá ályktun, að Lárentíusi hafi
verið sýnt um að sinna fjárhag stólsins. Sagan getur um, að
Lárentíus hafi látið stólinn stunda lánastarfsemi og hefur því
verið haldið fram, að Hólastaður hafi verið fyrsta lánastofnun á
Islandi. Lárentíus gæti þá væntanlega verðskuldað að heita
fyrsti bankastjóri á Islandi.
Fjórða bréfið í Islenzku fornbréfasafni til Hóla í Hjaltadal,
sem hér skal minnzt á, er dagsett 18. ágúst 1349. Þetta bréf er,
sem tvö hin síðastnefndu, til lýðbiskupa svo og einnig til
erkibiskups. Páfinn, Klemens VI., sendir endurrit af boðskap
sínum Unigenitus frá 18. janúar 1343 um júbilár í Róm og
býður, að þetta skuli kunngjöra.14
Júbilárin þýddu aukna tekjumöguleika fyrir páfastól og
aukna möguleika á fyrirgefningu syndanna fyrir þá, sem fóru í
pílagrímsför til Rómar. Fyrsta júbilárið var haldið aldamótaárið
1300, og til að byrja með var það áskilið, að sá sem keypti sér
júbilaflát, skyldi fara daglega að legstað postula Krists í Róm í
15 daga samfleytt.
Ef gert er ráð fyrir, að bréfið hafi verið sent norður á bóginn
strax um haustið, hefur það auðvitað náð til allra viðtakenda í
Noregi nógu snemma, en engar skipaferðir voru á vetrum milli
íslands og Noregs, og hefur það þá, eða boðskapur þess (ef
Hólabiskup hefur verið staddur í Noregi), ekki komið til
Skagafjarðar fyrr en um sumarið 1350, og þá hefur verið orðinn
of skammur tími til stefnu fyrir skagfirzka syndara (að ó-
gleymdum húnvetnskum, eyfirzkum og þingeyskum) að und-
irbúa suðurgöngu.
Ekki er kunnugt um neinn íslenzkan pílagrím í Róm þetta ár,
1350, en annars hafði þáverandi Hólabiskup, Ormur Asláks-
son, getið sér slíkt orð, að hann hefur væntanlega haft brýnni
þörf fyrir júbilárssyndaaflausn en nokkur annar maður í öllu
Hólabiskupsdæmi.
Ormur var biskup á Hólum 1343 — 1356. Hann var einn af
háklerkunum í norsku kirkjunni, kórsbróðir í Stafangri, er
120