Skagfirðingabók - 01.01.1984, Qupperneq 123
PÁFABRÉF TIL HÓLABISKUPA
hann var kjörinn biskup til Hóla. Erkibiskupinn í Niðarósi og
dómklerkasamkundan þar réði kosningu Hólabiskups eftir að
hin íslenzka þjóðkirkja leið undir lok með Guðmundi biskupi
Arasyni, og af þessu leiddi, að stundum völdust óhæfir eða illa
hæfir menn til biskupstignar í Hólastifti. Ormur Ásláksson var
einn þessara manna. Heimildir um biskupstíð hans eru vissu-
lega af skornum skammti, en það er ljóst, að hann hefur fyrst og
fremst litið á biskupstignina sem leið til auðsöfnunar. Mikil
átök urðu því milli hans og Norðlendinga og virðast þau hafa
enzt allan þann tíma, sem Ormur bar biskupsnafn.
Vafalaust hefur Ormur biskup aðhafst margt, sem ekki kom
vel heim og saman við boðorðin og kærleiksboðskap Krists, og
hann hefur því haft ástæðu til að gera sérstakar ráðstafanir. Það
er ljóst, að hann hefur beðið páfa um leyfi til að taka sér
skriftaföður, sem gæti leyst hann af öllum syndum á efsta degi.
Samkvæmt bréfi frá páfa, Klemens VI., dags. 14. júlí 1351, fær
hann slíkt leyfi, sjálfsagt ekki ókeypis, enda var Klemens VI.
umsvifamikill veraldarvafstrari og mikil eyðslukló, sem hefur
haft fulla þörf fyrir framlög frá Hólabiskupi.15
Næsta páfabréf til Hólabiskups er dagsett 6. febrúar 1414.16 I
bréfinu, sem er frá Jóhannesi XXIII., er Hólabiskup nefndur
Jóhannes, en það er hið latneska nafn fyrir Jón (og fleiri nöfn).
Þessi Jón biskup er nefndur Tófason í sumum heimildum, en
nokkur óvissa var þó lengi vel ríkjandi um nafn hans, og hefur
hann einnig verið nefndur Hinriksson. Hann var útlendingur,
kannski Dani (Finnur Jónsson) eða þá Svíi (Stefán Karlsson), og
er skráður biskup á Hólum tímabilið 1411 —1423.17 Þessi
biskup mætti ekki í vinnuna fyrr en átta ár voru liðin af starfs-
tíma hans, og yfirboðari hans á páfastóli var svo sáttur við þetta,
að samkvæmt áðurnefndu bréfi 6. febrúar 1414 fær Jón Tófason
leyfi til að vinna kennimannsverk annars staðar, þ. e. í öðru
biskupsdæmi en Hólastifti. Gizka mætti á það, að Jón biskup
hafi notað þetta páfaleyfi í Danmörku.
Jón Tófason var ekki eini Hólabiskupinn á miðöldum, sem
121