Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 124
SKAGFIRÐINGABÓK
vanrækti starf sitt. T. d. er talið, að Ormur Ásláksson hafi eytt
alls sjö af 14 embættisárum sínum erlendis. Þetta var eitt af því,
sem átti eftir að breytast endanlega með siðbót Lúthers. Van-
ræksla í starfi af þessu tagi er óþekkt í sögu hinna lúthersku
Hólabiskupa.
Dagsetning næsta páfabréfs til Hólabiskups er 20. september
1448 og þetta bréf er einnig til Skálholtsbiskups. Páfi biður þá
um að sjá Grænlendingum fyrir prestum og biskupi, þar eð
þeir hafi verið biskupslausir í þrjátíu ár, síðan heiðingjar hafi
ráðist á þá og brotið þar allan obbann af kirkjunum og hand-
tekið þá, sem kristnir voru.18
Gottskálk Keniksson var biskup á Hólum um þessar mundir,
en helzt er talið, að bréfið hafi verið gefið út handa tveim
lukkuriddurum, sem voru um þetta leyti á embættaveiðum í
Róm. Þetta voru þeir Marcellus og Mattheus, sem báðir vildu
vera biskupar, Mattheus á Hólastóli og Marcellus á Skálholts-
stóli. Sennilega hefur bréfið aldrei verið sent hinum rétta Hóla-
biskupi, Gottskálk Kenikssyni, enda heyrði sá erindisrekstur,
sem hér um ræðir, að réttu lagi undir erkibiskupinn í Niðarósi.
Heil öld er á milli þessa bréfs og hins næsta. Það er dagsett 8.
marz 1549, frá Páli páfa III., og hefur komið í hendur viðtak-
anda, Jóns Arasonar, einhvern tíma um sumarið þetta ár. I
þessu bréfi, sem er mjög stutt, gefur páfi Jóni biskupi fyrirmæli
um að ráðstafa skatti, sem átti að greiðast til páfastóls, þannig,
að honum verði skipt á milli fátækra í samræmi við þörf þeirra.
Ennfremur ræður páfi Jóni biskupi til að láta hjörð sína (sálirn-
ar) haldast í sama „skikki“ (horfi) og hingað til.19
Jón Arason varð sem alkunna er biskup á Hólum árið 1524,
og það varð hlutskipti hans að lenda í straumróti siðaskiptanna.
Framan af gengu þau þó furðu rólega. Ögmundur Pálsson varð
síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti og á tímum eftirmanns
hans, Gissurar Einarssonar 1542—1548, sat Jón Arason sem
fastast, og leit helzt út fyrir að hann myndi deyja í friði á
Hólum, þótt hann héldi fast við kaþólskan sið. Þetta fór þó á
122