Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 125
PÁFABRÉF TIL HÓLABISKUPA
aðra leið. Eftir lát Gissurar Einarssonar taldi Jón, að sér bæri
ráðstöfunarréttur Skálholtsstóls, unz réttur biskup hefði tekið
þar við völdum, og ekki gat hann fallizt á, að Marteinn Einars-
son, sem lútherstrúarmenn í Skálholtsbiskupsdæmi vildu hafa
fyrir biskup og hlaut vígslu í Danmörku, væri hinn rétti Skál-
holtsbiskup. Þetta leiddi til mikilla átaka, sem kostuðu Jón
Arason og tvo syni hans lífið.
Jón biskup hefur skrifað páfa sumarið 1548 og leitað ráða hjá
honum og að þessu lúta orð Arna Magnússonar, sem skrifaði
eftirfarandi um bréf Páls páfa III.:
„Biskup Jón Arason skrifaði páfanum til og lét hann vita,
hvernig ástatt væri um religionsvæsenet [trúarbragðamálin] í
landinu. Páfinn skrifaði honum aftur til svar upp á hans bréf . . .
Þegar páfans bréf átti að lesast, skrýddist biskup hinum besta
biskupsskrúða, lét svo 4 presta standa sér til hverrar handar og
stóð sjálfur með upplyftum höndum, meðan bréfið var lesið
fyrir altarinu á Hólum. I bréfinu kallaði páfinn hann sinn
elskulegan son og bað hann halda fast við þá réttu trú og halda
öðrum þar við. Nú stæðist ei svo á fyrir sér (páfanum) að hann
gæti honum með magt sekunderað [aðstoðað]. Að lesnu bréfinu
gratúleruðu allir nærverandi biskupinum þessu stóru æru. Og
hann sjálfur eftir þetta páfabréf tók fyrir sig með allra stærsta
megni að undirþrykkja þá Lúthersku og þá hófst hans stóra
ofríki og yfirreiðir. Relatio [frásögn] gamalla manna á Islandi,
er þetta segjast heyrt hafa af sér eldri mönnum."20
I þessu bréfi segir Páll páfi, að hann hafi fengið bréf Jóns
biskups 27. ágúst árið áður, svo að heilt ár hefur þá liðið frá því,
að páfi les bréf Jóns og þar til Hólabiskup les svar páfa. Hér
hefur samt enginn tími farið til spillis. Páfinn hefur þurft tíma
til að semja svar og koma því norður á bóginn, líklega til
Hamborgar, og ekki voru tök á að ná í skipsferð til íslands úr
þessu, fyrr en næsta vor. Hann hefur því beðið með að skrifa
svar sitt þar til í marz, svo að bréfið yrði ekki mjög gamalt,
þegar það kæmist til viðtakandans norður á Hólum í Hjaltadal.
123