Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 129
PÁFABRÉF TIL HÓLABISKUPA
hamlað Eiríki, er Guðmundur Arason kom til Noregs eftir
aldamótin 1200 að sækja vígslu. Hann vígir Guðmund til
biskups að Hólum. Þær grunsemdir eru áleitnar, að hér hafi
verið á ferðinni andstaða Eiríks Ivarssonar gegn því, að Páll
hlyti vígslu vegna afstöðu biskupsefnis í deilunum milli þeirra,
sem fylgdu annars vegar páfakirkjulegri stefnu (Eiríkur erki-
biskup og Innocentíus III. páfi) og hins vegar þjóðkirkjulegri
stefnu (Sverrir konungur).
Það virðist ekkert vafamál, að þeir Páll og Sverrir hafa
kunnað að meta hvor annan. Eftir biskupsvígsluna fór Páll aftur
á fund Sverris og skeytti því engu fremur en áður, þótt konung-
ur væri í banni. I Páls sögu segir, að hinn nývígði biskup hafi
fundið „Sverri konung í Vík austur, og fór með honum til
Björgvinjar og var með honum, unz hann fór til íslands hið
sama sumar, og tignaði [konungur] hann því meir í öllum
hlutum, sem hann hafði lengur með honum verið og hann
kunni hann gjörr. Allir virðu hann mikils, sem von var að, og
hans frændur voru allir þeir, er göfgastir voru í landinu.“23
Einn maður hefur þó vissulega ekki haft neina ástæðu til að
virða Pál mikils og það var Eiríkur Ivarsson erkibiskup. Hann
hlýtur að hafa látið það berast til páfastóls, hvílíkir dáleikar
væru með hinum nývígða Skálholtsbiskupi og hinum bann-
færða konungi Noregsríkis. En ekki hefur Eiríkur þurft að gera
því skóna, að hin páfakirkjulega stefna ætti fremur fylgi að
fagna hjá hinum íslenzka biskupnum, Brandi Sæmundssyni á
Hólum. Brandur fylgdi einnig hinni þjóðkirkjulegu stefnu.
Eiríkur erkibiskup hefur því haft ástæðu til að senda bréf til
íslands eftir að Páll var farinn heirn að segja kirkjunnar
mönnum til syndanna.
Það er þessi ágreiningur við Eirík erkibiskup, sem gæti hafa
verið viðfangsefnið í bréfi því, sem Erlendur sendimaður hafði
týnt í hafi. Islenzku biskupunum gæti hafa þótt ástæða til þess,
að Eiríkur Ivarsson væri ekki einn til frásagnar um þennan
ágreining.
127