Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 133
PÁFABRÉF TIL HÓLABISKUPA
„clericis universis per Hislandiam constitutis," sem ávarpaðir
eru í bréfinu, var klerkur, sem vér þekkjum undir nafninu
Guðmundur Arason með lögheimili á Víðimýri nálægt alda-
mótunum 1200. Hann varð næsti biskup á Hólum og þetta er
hinn eini af „viðtakendum“, sem vér gætum talið nokkuð
öruggt, að hafi meðtekið innihald þessa bréfs. Ef bréfið hefur
ekki borizt Brandi Hólabiskupi Sæmundssyni, hefur Guð-
mundur vafalaust séð afrit af því hjá erkibiskupi í vígsluför sinni
til Noregs 1202. Og þegar litið er yfir ævi og gjörðir Guðmund-
ar mætti raunar ætla, að hann hafi notað þetta bréf sem eina af
meginuppistöðunum í kirkjustefnu sinni.
Innocentíus páfi lætur í bréfi sínu í ljós mikinn ótta við það,
að þeir, sem ávarpaðir eru í bréfinu (þar á meðal er Guðmundur
Arason), fremji þá synd að vanrækja að aðvara syndarana
kröftuglega og minnir á orð Páls postula til Efesusmanna: „Eg
er hreinn af blóði yðar, því að eigi hlífðist ég við að boða yður
allt Guðs ráð.“ Guðmundur Arason hefur ekki ætlað að láta
það koma fyrir, að hægt væri að bera honum á brýn á Dóms-
degi, að hann hefði vanrækt að segja mönnum til syndanna.
Hann hefur viljað geta sagt hið sama og postulinn, er upp væri
staðið: „Eg er hreinn af blóði yðar, því að eigi hlífðist ég við að
boða yður allt Guðs ráð.“ En þetta tókst nú ekki eins vel hjá
Guðmundi Arasyni og Páli postula.
Tilvitnanir
1. Sturlungasaga. Reykjavík, 1946. Jón Jóhannesson, Kristján Eldjárn og
Magnús Finnbogason sáu um útgáfuna. I, 386.
2. Sama heimild, I, 369 — 370.
3. Biskupasögur, gefnar út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Kaup-
mannahöfn, 1858. I, 160—161.
4. Franz Xaver Seppelt og Georg Schwaiger, Geschichte der Pápste.
Múnchen, 1964. Bls. 159.
131