Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 136
EINN AF GLAUMBÆJARKLERKUM
LÍTIL SVIPMYND
eftir HANNES PÉTURSSON
Álfheiður Blöndal á Sauðárkróki, ömmusystir mín, dó milli
jóla og nýárs 1941. Húskveðja var haldin á heimili hennar í Villa
Nova. Líkkistan stóð blómskreytt í betristofunni gegnt austri.
Venzlafólk og vinir sátu þar allt um kring, og gamall maður
hempuklæddur gekk að kistunni og fór með þakkir og fyrir-
bænir. Eg var tíu ára, en man samt ekkert af því sem hann sagði,
hef aftur á móti ekki gleymt honum sjálfum. Eg kann að hafa
séð hann í annan tíma, þótt ég komi því ekki fyrir mig, geti
aðeins munað eftir honum skýrt þarna sem hann stendur hjá
kistu Álfheiðar frænku, blómum og kertaljósum: karlmann-
legur öldungur í hærra lagi, beinvaxinn, myndarlegur á herðar,
en auðséð að áður fyllti hann út í hempuna betur en nú. Röddin
er afar skrýtin finnst mér, það er sónn í henni sem hvorki stafar
af tiltekinni sveitarmállýzku né guðrækilegri slepju, heldur
einkalegu raddlagi, langdregnu og með áherzlum sem líkjast
mest fjarlægu, þumbaralegu veðurhljóði og falla á síðasta orð
setningar, þannig að það verður silalegra í munni en hin orðin.
Hárið er einnig sér á parti, ég hef aldrei fyrr séð þess konar hár.
Það er rauðbrúnt og á allt öðrum aldri en sjálfur maðurinn,
hann er öldungur, en hárið hafði ekkert elzt, hafði gleymt að
grána. Og það virðist hvergi standa rótum í höfuðsverðinum.
Mér verður mjög starsýnt á þetta hár — innan um guðsorðið,
blómin og kertaljósin, og er varla nema von: þetta var alls ekki
höfuðhárið sem Drottinn gaf þjóni sínum, það vitnaðist mér
134