Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
hafðar voru yfir stökur sem klerkur bjó til. Hann átti skáld í
ættum sínum, eitt þeirra var Jónas Hallgrímsson, en mun lítið
hafa kveðið nema tækifæriserindi við og við til skemmtunar sér
og öðrum. Ég hef heyrt þrjár af þessum vísum, allar fyndnar og
gerðar af manni sem veit hvað er hamar og steðji í smiðju
málsins. Ein er þannig — afmælisvísa send kaupmanni á Krókn-
um sjötugum, vini höfundar:
Þegar Elli þér er skæðst,
þú snýst hnellinn viður;
þegar mellan þig á ræðst,
þú henni skellir niður.
Afmælisbarnið var ekkjumaður sem bjó á þessum árum með
roskinni ráðskonu, prýðismanneskju, en hún var lítið lesin í
Snorra-Eddu, misskildi vísuna, hélt að sneitt væri að sér og varð
vond.
Séra Hallgrímur Thorlacius hafði margan moldað á löngum
prestsferli, en vék sér þó undan því að syngja yfir beinum
Miklabæjar-Solveigar þegar þau voru flutt — eftir spíritískar
bendingar — til grafar að Glaumbæjarkirkju á fjórða áratugn-
um. Einhver spurði, hvers vegna hann hefði neitað að vinna það
embættisverk. Hann svaraði: „Þeir vildu láta mig fara að jarða
draug.“
Fleiri tilsvör séra Hallgríms, vel stíluð af munni fram, hafa
komizt á kreik. Eitt þeirra á sér eftirfarandi skýringu: Mjólkur-
samlag Kaupfélags Skagfirðinga tók til starfa á Sauðárkróki
1935. Þar var (en nokkru seinna að ég held) smíðaður gufubaðs-
klefi, þröngur, norðanvert í byggingunni og notaður ,dampur‘
innan úr vélasölunum. Þetta var mikil nýlunda í bænum, og
nutu þeir góðs af er vildu, einkum starfsmenn kaupfélagsins.
Einhverju sinni, um 1940 eða svo, bauð Sigurður Þórðarson
kaupfélagsstjóri sóknarpresti sínum frá gamalli tíð, séra Hall-
grími, með sér í þetta gufubað, og voru þeir tveir einir. Kófið í
138