Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 143
Sauðárkrókur nm aldamót. Nœst er Grána gamla, yzta hús í bænum.
Stefán faktor hefur dregið fána að húni, ekki er víst af hverju, en hann ber
í þakið á þverhúsinu, verzlunarhúsi Popps. Það er líflegt í fjörunni, ef til
vill fyrslu greftir á vori. Þrjár lausabryggjur liggja í sjó fram: hausinn á
þeim var gerður af grjótfylltum búkka og landgangur síðan lagður fram
þegar á þurfti að halda. Síðan var allur útbúnaðurinn tekinn í land.
Sauðáin þvrelist um FLeðarnar fram og aftur, enda lítill hallinn og leið til
sjávar því vandfundin. Kirkjan er á miðri mynd, áberandi hvít þar sem
hana ber í gráan, malborinn brekkufótinn, enda gras hvergi í Nöfum.
unarlóð árið 1872, fyrstur höndlari á Króknum. En hann festi
ekki yndi á svo eyðilegum stað og seldi Ludvig Popp eignir
sínar árið 1875. Um sama leyti hóf Arni klénsmiður veitinga-
rekstur, enda þurftu sumir að vera nætursakir, sem lengst voru
að komnir, auk þess sem slarksamt var í kauptíðinni. Kaupmað-
ur Popp fékk samkeppni, þegar Sveinbjörn Jakobsen hóf verzl-
un árið 1878, og veitti henni forstöðu Stefán Jónsson Halls-
sonar prófasts í Glaumbæ. Og brátt fór íbúum að fjölga.
Byggðin á Sauðárkróki reis í landi þjóðjarðarinnar Sauðár, og
vaxandi umsvif kaupmanna bitnuðu á bændum þar, því þeir
höfðu mikla ánauð af gestum og hrossatraðki. Einar Jónsson lét
141