Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 144
SKAGFIRÐINGABÓK
jörðina lausa árið 1882 og fékk þá afnot hennar Christian
Hansen með breyttum byggingarskilmálum. Þeir voru sniðnir
að nýjum aðstæðum að undirlagi Olafs Sigurðssonar umboðs-
manns í Asi, að „krókurinn frá Sauðárós og út til Gönguskarðs-
ár, ásamt melbrekkunni upp að brún, ætti að skiljast frá jörð-
unni, nema hvað ábúandinn megi ætíð hafa þar fría lending og
lóðarblett fyrir sjóbúð til fiskverkunar." Þessi spilda var ríkis-
eign, og lóðargjöldin söfnuðust í landssjóð. Og nú gat hver
hreppsbúi komið sér upp húsaskjóli á lóð kaupstaðarins.
Hreppsnefnd hafði þó hönd í bagga með þeim, sem fluttu fögg-
ur sínar á mölina, og vísaði mörgum til síns heima, eins og þá
var alsiða. En smám saman losnaði um fólk í sveitum, straumur
lá til sjávar. Margir létu þar ekki staðar numið, fóru alla leið til
Ameríku í von um bættan hag. Sumir settu saman bú við
sjávarsíðuna, og um land allt risu þorp, þar sem fiskifang var
nærtækt. Reyndar var lífsbaráttan örðug, og Sauðkrækingar
áttu auk þess í öðrum slag, sem ekki sér fyrir endann á: stríðinu
við vatnið.
II
Kaupstaðarlóðin á Sauðárkróki var í upphafi mörkuð vatni á
þrjá vegu: Að sunnan rann Sauðá, en Gönguskarðsá að norðan,
og milli þeirra lá malarriminn að sjó að austan. Og allt þetta
vatn hefur sjaldnast verið til friðs. Sauðáin bólgnar upp í
leysingum, og áður fyrri var hún stundum óboðinn gestur í
kjöllurum. Gönguskarðsá flæddi um Eyrina og bjó ferðamönn-
um lífsháska, þegar sá var gállinn á henni. Sjórinn braut land og
breytti og stefndi í voða eignum íbúanna, lausum og föstum.
Og ofan úr Skógarhlíð og Hálsum ruddist leysingavatn niður
klaufirnar í Nöfunum og bar með sér aur og grjót. Á öllu þessu
varð að ráða bót, og var þegar hafizt handa. Fyrst í stað hugsaði
hver um sig og bægði vatni frá sinni lóð með skurðgrefti og
vegghleðslum, og leiddi stundum af því nábúakryt. Síðar var
142