Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 145
VATNSSLAGUR Á SAUÐÁRKRÓKI
stofnað til samtaka um varanlegar umbætur, sem hrepps-,
bæjar- og ríkissjóður hafa styrkt eftir atvikum eða annazt að
öllu leyti.
III
Arið 1884 seldi Sveinbjörn Jakobsen hús sín Stefáni Jónssyni,
sem leigði þau Gránufélaginu til höndlunar. Grána var yzt í
bænum, u. þ. b. þar sem var kolaportið gamla, sem einu sinni
þótti veglegt hús, en var rifið haustið 1983. Klaufin fyrir ofan
húsin dró nafn sitt af þeim, og niður hana beljaði vatnsflaumur
á vorin með möl og grjót og lagðist að húsum Stefáns. Hann
brást til varnar með þeim hætti, að skurðir voru grafnir neðst í
brekkunni og garður hlaðinn forbrekkis til að varna vatninu
framrásar. Með þessu móti komst Stefán á þurrt með sitt — í bili
— en vandanum var veitt á nágrannann, Ludvig Popp. Ibúðar-
hús hans stóð u. þ. b. þar sem Villa Nova reis síðar á brunarúst-
um hins eldra og þó litlu sunnar, en verzlunarhúsin svo sem
þvert á núverandi Aðalgötu fyrir austan og sunnan rafstöðvar-
húsið. Vatnið gerði óskunda á lóð hans og í kjallara, og því undi
kaupmaður Popp illa og skrifaði Jóhannesi sýslumanni Olafs-
syni bréf það, sem hér fer í lauslegri þýðingu:
Sauðárkróki 13. febrúar 1891
Herra sýslumaður
Jóhannes Ólafsson
Þar sem herra faktor Stefán Jónsson hefur ítrekað veitt
vatni frá lóð sinni á mína með þeim afleiðingum, að hús
mín eru umflotin og vatn ryðst niður í kjallara, og þar sem
hann neitar að gera nokkuð því til hindrunar, eru það hér
með þénustusamleg tilmæli mín, að honum verði nú þegar
gert ljóst hið ólöglega athæfi hans með fyrirmælum að
143