Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 146
SKAGFIRÐINGABÓK
breyta þessu. Að öðrum kosti mun ég sækja hann að lög-
um.
Með virðingu
L. Popp
Ef til vill hefur þessi misklíð Stefáns og Popps orðið til þess, að
húseigendur og sýslumaður höfðu frumkvæði að haldbetri
lausn. Jóhannes sýslumaður skrifaði Magnúsi landshöfðingja
Stephensen þann 16. apríl 1892 og bað um fé til þess að stemma
vatnsflauminn að ósi. En landssjóður var fastheldinn á fjármuni
sína á þessum árum. Landshöfðingi svaraði erindi sýslumanns
3. maí og kvaðst ekki geta veitt styrk til þess „að afstýra
vatnsrennsli og grjótruðningi í Sauðárkróki.“ Hér var greinilega
á brattann að sækja. Sparnaðarmúrar landssjóðs voru ógreiðir
yfirferðar, og færa þurfti býsna gild rök fyrir nauðsyn fjárút-
láta.
Vorið 1893 réðu Sauðkrækingar Jósef Björnsson búfræðing
til þess að finna ráð, sem dygðu til að bægja frá þeim þessum
fjanda, sem ekki einasta spillti vatnsbólum þeirra, heldur nær
kafði húsgrunna eðju og möl, þakti matjurtagarða með grjóti og
fleytti lausamunum í kjöllurum. Jósef samdi ítarlega greinar-
gerð um athuganir sínar og afhenti húseigendum á Sauðárkróki.
Hún fer hér á eftir:
Vatn það, sem hér ræðir um, er snjóvatn, er í leysingum á
vorin hleypur fram úr hálsunum suður frá Gönguskarðsá og
suður fyrir ofan Hlíðarenda. Fyrir neðan hálsana á þessu svæði
öllu eru flatir móar og melar lítið eitt hallandi til austurs,
suðausturs eða norðausturs; nær flati þessi allt ofan undir
Sauðárkrók.
Vegna flatans á þessu svæði og svo hins, að aðalhallinn er
beint til austurs, nær vatnið eigi framrás hvorki út í Göngu-
skarðsá né suður fyrir neðan Hlíðarenda, þá er það kemur fram
úr Hálsunum; dreifir það sér því víðsvegar um móana, en
144