Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 150
SKAGFIRÐINGABÓK
alþingi 1893 greinargerð Jósefs og áréttuðu hana með bónar-
bréfi, sem margir húseigendur undirrituðu:
Með því vér sjáum, að bænum er háski búinn af nefndu
vatnsrennsli og grjótruðningi, ef ekki er aðgjört . . . en vér
hins vegar eigi sjáum oss fært af eigin ramleik að kippa
þessu í lag og oss þess utan virðist sanngirni mæla með, að
landssjóður, sem á grunninn, sem húsin standa á og tekur
leigu eftir, leggi fé fram til að halda honum byggi-
legum ....
Olafur Briem fylgdi málinu eftir í þingsölum. Hann flutti við-
aukatillögu við fjárlög um 500 króna styrk „til varnar skemmd-
um á byggingarlóðinni á Sauðárkrók . . . “ I umræðum kvaðst
Jón Jónsson 2. þingmaður Eyfirðinga geta fallizt á tillöguna.
Nauðsynlegt væri að vernda þessa eign landssjóðs, „þar sem
hún að öllum líkindum verður með tímanum mjög mikils
virði.“ Landshöfðingi lagðist einnig á árar með Olafi, taldi
landssjóð „heldur bíða hag en halla af þeirri fjárveitingu." Að
lyktum var féð látið af hendi rakna með 22 samhljóða at-
kvæðum í neðri deild og án umræðna í efri deild.
Og nú var ekki eftir neinu að bíða. Sumarið 1894 var grafinn
skurður mikill eftir tillögum Jósefs búfræðings og garðar hlaðn-
ir. Þetta var mikið virki, garður lá frá upptökum Grjótklaufar í
suðri, norður og norðvestur fyrir neðan Hlíðarenda og út að
Gönguskarðsá. Allmiklu neðar og utar voru síðan hlaðnir
garðar til að verja yzta hluta bæjarins. Tíminn og þó einkum
vélbúnaður manna hafa að mestu sigrazt á þessum görðum, en
þeirra sér þó enn víða stað á túnum uppi á Nöfum.
Hér var talsvert mikið unnið til bóta, en ekki var fjandanum
með öllu fyrir komið. Húseigendur stóðu enn um sinn í
ströngu, einkum þeir sem næstir bjuggu brekkunni. Skurðir og
garðar dugðu ekki til að verja bæinn áföllum, einkum ytrihlut-
ann, og sem fyrr mæddi vatnsflaumurinn mest á eignum Stefáns
148