Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 152
SKAGFIRÐINGABÓK
enn vera koníaksflaska, sem kaupmaður lagði í vegginn, nema
einhver garðhleðslumanna hafi laumazt til að grafa upp
veigarnar!
Stefán faktor var í þeim mun meiri vanda sem lóð hans var
nær Gránuklaufinni en umráðasvæði Popps, „og í leysingum,
einkum haust og vor, veltur þar fram svo mikið vatnsflóð, að
undrum sætir og niðurburður af möl og leðju svo mikill, að það
gekk hvað eftir annað upp á húsveggi. Hefir þannig orðið að
grafa kringum húsin og byggja stétt í kringum þau, því annars
væri grunnmúrinn fyrir löngu kominn í kaf,“ segir faktor í
bréfi. Aldamótaárið var Stefán orðinn langþreyttur og lét grafa
mikinn skurð uppi á Nöfum. Hallgrímur Þorsteinsson vega-
vinnuverkstjóri og organisti stóð fyrir greftinum og mátti Stef-
án greiða 125 krónur fyrir verkið, en stórlega bætti það úr
vandræðum hans. Arið eftir skrifuðu húseigendur þing-
mönnum sínum og báðu þá að útvega 500 krónur í styrk til að
veita
fram í sjó vatni því, sem í leysingum vetur og vor leitar
hingað ofan af móunum hér fyrir ofan og eyðileggur að
meira og minna leyti lóðir þær, er okkur eru útmældar
hér, sem og þær byggingar, er á lóðunum standa.
Þingmenn brugðust sæmilega við óskum húseigenda, lofuðu
250 krónum ef íbúar legðu fram sömu upphæð. Og ætla verður
að þeir hafi fúslega fallizt á þau tilmæli.
Annars er það skemmtileg tilviljun, að yzti hluti bæjarins var
löngu síðar kirfilega varinn fyrir vatnságangi ofan af Nöfum
með því að beina vatni niður brekkuna að einum punkti með
miklu afli: veitustokknum frá Gönguskarðsárstíflu að stöðvar-
húsi virkjunarinnar í brekkurótunum, þar sem Popp lét forðum
grafa skurð til að bægja vatni frá húsum sínum!
Líklega hefur mikið vatn runnið norður í Gönguskarðsá og
niður Grjótklauf í Sauðá, þegar snjóalög leysti í asahlákum á
150