Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 153
VATNSSLAGUR Á SAUÐÁRKRÓKI
vorin, skurðurinn góði og garðurinn langi sáu til þess. En snjó
festi líka fyrir neðan garðinn og gerði bæjarbúum gramt í geði
þegar leysti á vorin. Nafirnar voru þýfðar og vaxnar hrísi.
Reyndar var bannað að rífa hrís, en fólk mun lítt hafa sinnt
því og sótt sér bagga til að svíða við hausa, fætur eða fugl,
kannski í vönd. Nú er búið að rækta Nafirnar og leggja undir
tún til að helgarbændur fái heyjað handa skepnum sínum. Þar
er jafnvel kominn vegur og ræsi til að greiða för bílum og drátt-
arvélum. Þarna festir samt enn snjó, og oft hefur leysingavatn
gert Króksurum gramt í geði, einkum þeim sem búa í eða í ná-
munda við Kirkju- og Kristjánsklauf. Reyndar hefur ýmsum til-
færum verið fyrir komið til þess að taka við leysingavatni og þar
með minnka líkur á eignatjóni, en við tilteknar aðstæður hafa
þær ekki undan. Þegar klauffyllur af snjó bráðna síðla vetrar í
suðvestan rigningu má fátt verða til bjargar, einkum ef jörð er
þíð, því að vatnsflaumurinn rífur þá upp jarðveginn og stíflar
öll niðurföll. Suðvestanáttin hrekur vatnið undan sér fram af
Nöfum, og allt fer á flot. Þá eiga margir svefnlausa nótt í önnum
við austur eða sandmokstur í poka, ef til varnar mætti verða,
svo sem nú mun rakið.
I mynni Grjótklaufar var fyrir áratugum reist stöðvarhús
fyrir virkjun Sauðár, og var þá í fyrsta sinni hróflað við farvegi
leysingavatnsins, sem kemur niður Grjótklauf, og þó ekki að
marki. Síðar voru hýstar skepnur í rafstöðinni og undir suður-
hlíðinni hefur verið tildrað upp peningshúsum. Umfangsmikil
röskun varð á Grjótklauf þegar vegur var lagður upp hana vorið
og sumarið 1971, þegar minnzt var aldarlangrar búsetu á
Króknum og landsmót ungmennafélaganna var haldið þar.
Tjaldstæði voru þá uppi á Nöfum og umferðinni var beint í
hring: upp Grjótklauf, út Nafir, niður Kirkjuklauf, og var það
mikill akstur. Næst var sett niður heimavistarhús Fjölbrauta-
skólans, nánast í hornið á kartöflugörðum kvenfélagsins og
norður úr melhorninu, sem þar var. Og haustið 1980 var tekinn
grunnur að íþróttahúsi þvert fyrir mynni klaufarinnar. Þessar
151