Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 159
VATNSSLAGUR Á SAUÐÁRKRÓKI
Borgarsand eða upp í Krókinn, eftir því hvernig vindar blésu.
Auk þessa braut sjórinn land í sífellu, svo sjálfu kauptúnsstæð-
inu var hætta búin; fyrstu áratugi byggðar hurfu þrjár lóðir í sjó
úti á Eyri. Margt bar til þessa. Nær allt byggingarefni var sótt
niður í fjöru, stórgrýtið, sem notað var í vegghleðslur, síðar möl
og sandur. Til dæmis að taka var allt grjót í grunnmúra Villa
Nova og nýju Gránu sótt í fjöruna. Sums staðar var stórgrýti
rutt úr vegi til að bæta lendingarskilyrði. Með þessum hætti var
brimöldunni greidd leið að landinu — og það skolaðist á haf út.
Haustið 1906 sleit upp norskt seglskip á legunni, Emanuel, og
rak það upp við sunnanverðan Gönguskarðsárós. Rottugang í
Skagafirði má víst rekja til þessa óhapps, og margir trúðu því,
að skipsskrokkurinn hefði breytt straumlaginu með ströndinni,
aukið sjávaráganginn og hraðað landbroti, hvað sem hæft er í
því.
Allir sáu, að stöðva þurfti landbrotið, og þeir hófust handa,
sem verst voru settir. Stefán faktor var aðkrepptur með hús sín
yzt í bænum. Möl og grjót ruddist ofan af Nöfum, en sjórinn
braut sífellt framan af lóðinni og var stórum afkastameiri en
rigningarnar og leysingavatnið. Og Stefán snerist til varnar árið
1894 og lét reisa „sementeraðan grjótgarð meðfram sjónum á
rúmum helmingi þeirrar lóðar, sem eg hef til afnota, 100 álna
langan og 3—4 álnir á hæð . . . “. Þar með tók fyrir landbrot á
þeim stað, en áfram nagaði aldan hinn helming lóðarinnar, svo
hætt var bátum og húsum. Stefán bætti úr því sumarið 1901. Þá
var öll lóð hans varin og kostaði verkið á áttunda hundrað
króna.
En landbrot hélt áfram annars staðar, enda ströndin varnar-
laus. Vegurinn út á Eyri hvarf í stórbrimi 1914, og var bætt úr
skák með vegarlagningu uppi í hlíðinni. Við svo búið mátti ekki
standa, því allt kaupstaðarlandið var í hættu. Og nú komst
skriður á öldubrjótsmálið svonefnda, sem lengi hafði verið til
umræðu. Arið 1917 var hlaðinn garður í sjó fram á Eyrinni,
u. þ. b. út frá fjörunni móts við móttökudyr Fiskiðjunnar.
157