Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 160
SKAGFIRÐINGABÓK
Framan við garðinn var festur timburbúkki, og landmyndun
hófst þegar norðanvert við hann. Næstu ár var honum haldið
við að nokkru, en hlaut seint á fjórða áratugnum að þoka fyrir
brimi. Og inni í bæ hélt landbrot áfram. Höepfnershús voru í
mestri hættu, og framan við þau var reist varnarþil um 1920, hér
um bil fyrir framan klakstöð Stangveiðifélagsins, sem nú er.
Stórbrim voru tíð á öðrum áratugnum, og í einu slíku árið 1917
laskaðist gamla bryggjan, sem nú er reyndar að mestu horfin, en
var þá spánný, smíðuð 1916; byggð úr grjónum, sagði Isleifur,
þegar skaðinn varð ljós.
A næstu áratugum var undanhaldi snúið í skipulega vörn.
1925—30 var reistur alllangur sjóvarnargarður frá bryggju til
norðurs. Gekk á ýmsu við framkvæmdirnar, en heppnaðist að
lokum. Arið 1935 var þessi garður enn lengdur til norðurs
meðfram brekkunum. Þá var fyrirhugað að byggja hafnargarð
og leggja veg út á hafnarstæðið, en ráðlegt þótti að verja hann
fyrir sjávargangi. Sá garður var síðan lengdur 1941, enda var þá
ekki veginum vært fyrir ölduróti. Og inni í bæ var steyptur
garður fyrir sunnan bryggjuna lýðveldisárið, um leið og eldri
garðar voru styrktir; þrálát norðaustanbáran hafði þá víða
brotið úr þeim stykki eða grafið undan þeim. Þessir garðar
veittu bænum viðhlítandi vörn, en mikið land hafði horfið í sjó
áður en þeim yrði upp komið. Og smám saman sköpuðust for-
sendur til þess að heimta land úr sjó, svo sem nú mun lauslega
rakið.
Hafnargarður var byggður á Sauðárkróki 1937-1939, mikið
mannvirki og bænum lyftistöng. Á hinn bóginn reyndist höfnin
eftir sem áður ótrygg, því að sandburður var mikill og stöðugur
að garðinum norðanverðum, fyrir endann og inn á leguna.
Ýmsum tilfæringum var beitt til að minnka aðstreymið, hinn
fyrsti sandfangari var teygður í sjó fram 1945 og enskum
steinnökkva sökkt við enda hafnargarðsins, Englands steinskipi,
sem Gísli lági kallaði svo, síðasti Eyrarbúinn. En allt kom fyrir
ekki, þótt til bóta horfði, og sandurinn átti enn allgreiða leið
158