Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
sá baksvipur ekki með stakri prýði, enda varla gert ráð fyrir því
í öndverðu, að menn hefðu heildina í sjónhending úr bílglugga.
En allt stendur þetta til bóta.
Nú er líklegt, að Eyrin sé í allmikilli hættu. Malarframburði
Gönguskarðsár er að talsverðum hluta ýtt upp í haug, sem fer í
steypu um bæ og byggðir, jafnvel vestur í Húnaþing. Af þessu
leiðir tvennt: Grynningarnar smáhverfa, svo brimaldan kemst
óbrotin að landi og minna verður eftir til viðhalds fjörukambin-
um. Þess vegna er brýnt að klæða ströndina stórgrýti.
Þótt land sé vel varið, verður það seint óforgengilega brynjað
gegn slögum sjávar, sem af stakri elju lýja grjótið. Það fengu
menn að reyna síðla hausts 1982. „Aðfaranótt þriðjudagsins 16.
nóvember 1982, gekk lægð austur með Norðurlandi, kröpp og
djúp, um 850 millibör. A Sauðárkróki gekk veður upp með
suðvestan og síðan vestan stormi um nóttina, sem snerist með
morgninum í norðan hvassviðri með rokhvössum éljum og
þungu brimi. . . . Hins vegar var stórstreymt nú, mjög hátt í sjó
og háflæði um hádegisbil þann 16. nóvember. Þá gekk sjór yfir
fjörukambinn og grjótvarnir meðfram standlengjunni við Sauð-
árkrók og hlutust af sjóganginum miklar skemmdir á hafnar-
mannvirkjum, grjótklæðningum, götum, húsum, bátum og
fleiru.“ Það er skemmst af að segja, að skemmdir urðu á allri
strandlengjunni frá Gönguskarðsárósi suður að hreppamörkum
á Borgarsandi. Grjótvarnir létu alls staðar undan síga að ein-
hverju leyti, en stóðust þó víða slögin allvel. Hafnargarður og
sandfangari urðu fyrir verulegum skakkaföllum, trillur sukku í
höfninni, skreiðarhjalla tók á haf út, en sumum varpaði sjórinn
aftur á land með heljarafli, svo tjón hlauzt af á beituskúrum.
Strandboulevard var þakinn grjóti og þara, og enn mætti fleira
telja. Af einstaklingum varð Haukur Steingrímsson líklega fyrir
mestum skaða. Skreiðarbúkki mun hafa brotið beituskúr hans,
trillan sökk í höfninni, og þakið losnaði á híbýlum hans við
Suðurgötuna, en því varð naumlega bjargað fyrir snarræði hans
og björgunarsveitar Slysavarnafélagsins. Árni Ragnarsson arki-
162