Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 166
SKAGFIRÐINGABÓK
tekt og Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur lögðu mat á tjón
bæjarbúa, og var „lausleg áætlun" þeirra á fjórðu milljón. A
meðfylgjandi uppdrætti þeirra (bls. 163) eru merktir staðir, sem
urðu fyrir þyngstum höggum sjávar. Og vísast var þetta ekki
síðasta kárínan.
V
Að yfirbragði er Sauðáin einkar meinlaust vatnsfall, ef hægt er
að kalla hana svo. I stórrigningum og leysingum bólgnar hún
þó upp og gerði þá mörgum gramt í geði, meðan hún rann út í
bæ svo sem mitt á milli Nafa og Skagfirðingabrautar, á Flæðarn-
ar og síðan í farvegi, sem gæti jafnvel hafa verið þar sem nú er
skrifstofa bankastjóra Búnaðarbankans. Faðan liðaðist áin út
fyrir Bifröst og beygði þar til sjávar og rann líklega rétt norðan
við mitt pósthús. Og í þessum sveig voru mörkuð skörp skil
milli bæjarhlutanna ytri og syðri. Af ýmsum sökum var ánni
ekki vært í bænum og bar einkum tvennt til. I asahlákum og
votviðratíð var farvegur hennar of þröngur, og fengu þá nær-
liggjandi kjallarar að súpa seyðið með augljósum afleiðingum.
Að hinu leytinu var við bæjarbúa að sakast, því hartnær átta
áratugi létu þeir ána flytja til sjávar álfreka og annan úrgang,
sem þeim bar sjálfum að urða eða koma niður fyrir kamb. Af
þessum sökum var áin stundum ærið óhrein, einkum á sólheit-
um sumardögum, þegar lítil var vætan í Molduxadrögum. Heil-
brigðisyfirvöld reyndu að byrgja brunninn og varð nokkuð
ágengt, en í skjóli myrkurs munu samt margir hafa laumazt með
fötur að ánni — og losað. Ofar miklu var Sauðáin hins vegar
tær, og þar var útbúinn sundpollur á fyrsta tug aldarinnar. Þar
lærði margur sundtökin, þótt vatnið væri oft býsna kalt. Árið
1933 var Sauðá virkjuð, og sá hún Króksurum fyrir rafmagni
um nokkurt skeið, eða þar til Gönguskarðsárvirkjun var lokið
1949. Og eftir það fékk Sauðáin enn nýtt hlutverk: neyzluvatn
bæjarbúa var úr henni tekið. Reyndar var það ekki alltaf silfur-
164