Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 167
VATNSSLAGUR Á SAUÐÁRKRÓKI
tært vatnið, sem úr krönum kom, og stundum fór ægilegum
sögum af því hvað grugginu ylli. En nú er þessu öllu lokið.
Arið 1946 var ráðstafað öllum lóðum á skipulögðum svæðum
bæjarins, og augu margra beindust að nýjum byggingarsvæðum
á Nöfum. En skipulagsstjóri hafði aðra skoðun og árið 1947
viðraði hann hugmyndir sínar um að finna Sauðánni nýjan
farveg. Það mun svo hafa verið skömmu eftir 1950, sem Sauðá
var útlæg gerð úr Sauðárkróksbæ. Fyrst var henni veitt niður í
Ashildarholtsvatn og var þar vitaskuld til ama landeigendum.
Því var henni búinn nýr ós sumarið eftir í Tjarnartjörn, og
þangað rennur hún enn. Hún er þó ekki laus við bæinn. Hann
heldur í humáttina á eftir ánni, hverfist um hana. Annars vegar
hefur byggðin stefnt í átt að upptökunum — upp í Sauðárhálsa
— hins vegar að ósi — niður í Mýrar. I deiliskipulagi Artorgs er
henni meira að segja hugað hlutverk: Vatni hennar er ætluð við-
koma í tjörn undir Sauðárhæð til bæjarprýði og miðlunar í
flóðum. Má með sanni segja, að enn skipti Sauðá bænum í
tvennt. Og næst verður hún ekki með auðveldum hætti flæmd
úr bænum.
VI
Gönguskarðsá átti í árdaga annan farveg um Eyrina en nú hefur
verið um skeið, og ósinn hefur ráðizt af straumfalli vatns og
sjávar og verkum manna. I leysingum hefur áin mörgum banað,
enda var mikil umferð yfir hana á vorin, þegar bændur fóru í
kaupstað, til Skagastrandar eða Sauðárkróks eftir atvikum.
Hins vegar var áin brúuð býsna snemma, 1874, og fækkaði þá
slysum að marki. Gönguskarðsá skiptir löndum milli Sauðár-
króks og Skarðs, þar sem nú býr Olafur Lárusson og hefur haft
hreppsstjórn nær jafnlengi og allir fyrirrennarar hans til samans.
Mál reis milli Olafs og bæjaryfirvalda um landamerkin á Eyr-
inni og lauk því með hæstaréttardómi vorið 1983, þar sem lína
165