Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 169
ÆVIÁGRIP JÓNS JÓNSSONAR
HREPPSTJÓRA Á HAFSTEINSSTÖÐUM
JÓN MARGEIRSSON bjó til prentunar
Útgáfan á Skagfirzkum æviskrám var merkur áfangi í fróð-
leiksmiðlun þeirri, sem fram fer á vegum Sögufélags Skagfirð-
inga. Mikilvægt var það ekki sízt, að höfundar hinna einstöku
æviþátta gerðu grein fyrir því, hvaðan þeir hefðu vitneskju sína.
Ekki verður þó hjá því komizt að viðurkenna, að sumt í
æviþáttunum getur orkað tvímælis. Með hliðsjón af eðli slíkra
ritverka, þar sem menn skrifa lýsingu á — meðal annars — ná-
grönnum feðra sinna og vinum (jafnvel óvinum), má segja, að
æskilegt gæti talizt að draga fram meira og fleira um suma þá,
sem æviskrárnar fjalla um. Einn þessara manna er Jón Jónsson
bóndi á Hafsteinsstöðum.
Svo heppilega vill til, að Jón á Hafsteinsstöðum skrifaði
æviágrip sitt árið 1908 í tilefni af því, að konungur hafði sæmt
hann dannebrogsorðunni. Þjóðskjalasafni Islands barst nýlega
ljósrit af æviágripum orðuþega og var þar á meðal ævisaga Jóns
bónda og hreppstjóra á Hafsteinsstöðum. Hún er á dönsku og
verður birt hér á frummálinu eins og höfundur gekk frá henni,
er hann skrifaði hana með eigin hendi. Til léttis fyrir lesendur
fylgir þýðing á íslenzku. — Jón andaðist 1939. Sjá Skagfirzkar
æviskrár, I, 1890—1910, bls. 163 — 164.
Dannebrogsmand Jón Jónsson Repstyrir paa Hafsteinsstaðir.
Levnedsbeskrivelse.
Ifolge Anmodning af den hojtærede Kgl. Ordens Historiegraf i
167