Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 172
Þýðing
Samkvæmt tilmælum háttvirts orðuritara hinnar konunglegu
orðu, sbr. bréf hans ds. 1. sept. yfirstandandi ár, tilkynni ég hér
með meginatriði æviferils míns.
Eg undirritaður Jón Jónsson, hreppstjóri á Hafsteinsstöðum í
Skagafjarðarsýslu, er fæddur á Hóli í Staðarhreppi hér í sýslu 6.
jan. 1850. Foreldrar mínir voru bóndinn þar, Jón Jónsson
hreppstjóri og kona hans Sigríður Magnúsdóttir, og var ég elzta
barn þeirra. I æsku minni var fræðslu barna lítið sinnt, og ég
fékk enga aðra bóklega kennslu en þá sem lögin fyrirskipa í
sambandi við ferminguna. Frá því ég var barn, hef ég unnið alls
konar vinnu. Þegar ég var 14 ára, byrjaði ég að stunda sjósókn
og hélt því áfram, þar til ég var 28 ára. A þessum árum lærði ég
höfuðatriðin í siglingafræðinni, ennfremur í sögu Islands, og
notaði til þess frístundir mínar. 25 ára gamall átti ég (enn) engar
eignir. 28. sept. 1877 kvæntist ég minni elskuðu eiginkonu,
Steinunni, dóttur Árna Þorleifssonar hreppstjóra á Yzta-Mói
hér í sýslunni. Næsta vor hóf ég búskap hér á Hafsteinsstöðum,
og var jörðin þá í niðurníðslu. Beggja megin við mig bjuggu
efnaðir og valdamiklir menn, og var sýslumaðurinn hér í sýslu,
annar þeirra (einn af þeim). Stundum kom upp ágreiningur milli
mín og nágranna minna, og ef mér fannst ég hafa á réttu að
standa, vildi ég helzt ekki láta undan, þótt andstæðingarnir
væru voldugri. Á þessum árum byrjaði ég að kynna mér lög og
rétt til þess að eiga hægara með það að verja mig fyrir rétti, ef
það kynni að reynast nauðsynlegt, en til þess kom aldrei. Þetta
leiddi hins vegar til þess, að ég hóf að flytja mál fyrir menn í
héraðinu, ef þeir þurftu á verjanda að halda. Ég hef nokkrum
sinnum verið skipaður verjandi fyrir ákærða og oft verið settur
gerðardómsmaður til að setja niður deilur, sem höfðu risið, svo
að þær þyrftu ekki að fara fyrir dómstóla. Ég hef oft verið
skipaður meðdómandi í landamerkjamálum. Árið 1882 var ég
170