Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 174
VÖRUBÍLSTJÓRI í SKAGAFIRÐI 1928-1934
eftir SVEIN SÖLVASON, Sauðárkróki
BIlaöld hófst í Skagafirði vorið 1926, þegar Árni Daníelsson
fluttist til Sauðárkróks. Hann átti tvo bíla, Chevrolet-fólksbif-
reið, S. K. 3, og vörubifreið, S. K. 2. Árni kenndi mönnum að
aka, og mun fyrsti nemandi hans hafa verið Pétur Guðmunds-
son frá Syðra-Vatni. Guðvarður Steinsson frá Selá kom norður
um líkt leyti og Árni með vörubíl af Ford-gerð, og hlaut hann
einkennisstafina S. K. 1. Hann hafði stundað akstur syðra, m. a.
verið í mjólkurflutningum til Reykjavíkur.
Vegir voru óburðugir, en þó komin akbraut fram að Marbæli
á Langholti, brýr á báða ósa Vatnanna, og 1927 var vígð brúin á
Grundarstokki. Bifreiðirnar kröfðust vega, og sýslunefnd lét
bættar samgöngur til sín taka, hækkaði sýsluvegagjöldin og réð
Ludvig Kemp til ráðuneytis; hann stjórnaði síðan vegagerð um
árabil ásamt Kristjáni Hansen, Sauðárkróki.
Ég tók bílpróf í Reykjavík vorið 1928. Ég var þá á heimleið af
vertíð í Höskuldarkoti. Þegar ég kom norður keypti ég vörubíl
af Guðrúnu Sveinsdóttur kennslukonu. Þau Pétur Guðmunds-
son á Syðra-Vatni voru nýskilin, og hlaut Guðrún bílinn úr búi
þeirra. Þetta var Chevrolet 1927 með fjögurra strokka vél, 21.7
hestöfl og bíllinn vó 1260 kíló. Á þessum árum var ekki á vísan
að róa um akstur, og atvinna var því harla ótrygg, en ég var
ungur og hafði einungis fyrir sjálfum mér að sjá. Það var ef til
vill hægt að lifa á akstri árið um kring, en harla torsótt og
vonlaust, nema menn ættu bílinn skuldlausan. Yfirleitt var lítið
172