Skagfirðingabók - 01.01.1984, Qupperneq 175
VÖRUBÍLSTJÓRI í SKAGAFIRÐI
að gera fyrir bílstjóra að vetrinum nema snatta í bænum, svo
sem flytja vörur úr minni skipum, sem gátu lagzt að bryggju,
sækja mó og hey og flytja möl og sand er voraði. A sumrin var
reynt að komast í vegavinnu. Eg var tvö sumur vestur í Húna-
þingi með Friðrik Hansen í vestursýslunni og Steingrími Da-
víðssyni í Langadalnum. Á haustin féll síðan til ýmis flutningur
fyrir bændur, t. d. sláturafurðir. Hver bílstjóri hafði sína benz-
íntunnu með sér í vegavinnuna, því ekki voru benzínstöðvar þá
í sveitum. Mig minnir Kristinn P. Briem setti upp fyrsta
tankinn á Sauðárkróki í umboði Skeljungs, líklega 1930. Um
svipað leyti hóf Haraldur Júlíusson benzínsölu fyrir BP. Ekki
minnist ég benzínafgreiðslu í sveitinni nema við Varmahlíð.
Auðvitað urðu bílstjórar fyrir alls konar óhöppum, enda víða
vandfarið á vegum og vegleysum. Síðsumars árið 1929 tók ég að
mér að flytja á Chevrolettinum 32 símastaura fyrir Lúðvík
Kemp upp að Heiði í Gönguskörðum, en talið var, að hægt yrði
að klöngrast þangað á bíl eftir Hróarsgötum. Þessa staura átti
síðan að flytja áfram að Illugastöðum og nota í línu þaðan að
svonefndum Járnhrygg á Laxárdal. Lg setti 8 staura á bílinn í
fyrstu ferðinni, fjóra hvorum megin, og gengu þeir fram með
húsinu. Kemp sat inni hjá mér, og gekk ferðin ágætlega. Þegar
við nálguðumst Veðramót, komu strákar þaðan, synir Sigurðar
Björnssonar, og fengu að sitja á pallinum. Þótti það ekki lítil
skemmtun á þeim árum. Um það bil mitt á milli Veðramóts og
Heiðar lá vegurinn yfir lækjargil, Stekkjargil minnir mig það
heiti, og upp úr því var S-laga beygja og efri snúningurinn
brattur. Mér leizt heldur illa á aðstæður, rak drengina niður af
pallinum, og Kemp fór út. Lg þurfti að gefa svolítið í til þess að
komast upp brekkuna, því vélin dró ekki upp brattar brekkur,
þótt ekið væri í fyrsta gír, nema nokkuð hratt væri farið í þær.
Mér gekk ágætlega í neðri beygjunni upp úr gilinu, en stýrið
svaraði ekki þegar kom í hina efri og brattari, bíllinn lyftist upp
að framan, lét engan veginn að stjórn og snaraðist út úr beygj-
unni og valt þrjár veltur. Lg meiddist ekki vegna þess, að ég
173