Skagfirðingabók - 01.01.1984, Qupperneq 176
SKAGFIRÐINGABÓK
beygði öxlina undir stýrið, en þau voru mjög há í þessum
gömlu bílum, og ríghélt mér í fótstigin eða pedalana, fór því
ekki á flug. Staurarnir þeyttust af í fyrstu veltunni, en að síðustu
stóð bíllinn á þakinu og pallbrúninni niðri í læknum. Vélin var í
gangi og bíllinn samankúplaður, svo hjólin snerust af offorsi.
Eg man, að Kemp kom hlaupandi niður í gilið, þegar ég
skreiddist út og sagði: „Ertu ekki dauður, maður?“ Annars var
bíllinn dálítið skemmdur. Allt gler brotnaði í húsinu og dálítið
af bitum, en uppistöðurnar héldu. Hjólin voru úr tré og brotn-
uðu pílárar í öðru afturhjólinu. Ég gat fengið lánað hjól á
Króknum og fór uppeftir með það og faðir minn með mér. Við
skiptum um hjól, og í því komu Skagabændur að með lest á leið
í Krókinn. Þeir lögðu okkur lið, veltu bílnum á sín fjögur hjól,
beittu hestunum fyrir hann og ýttu hraustlega — og upp á veg
fór bíllinn. Við ókum svo heim fyrir kvöldið. Eftir á að hyggja
sá ég, að bíllinn hafði verið hlaðinn vitlaust, sverari endi staur-
anna hefði vitaskuld átt að vísa fram, þá hefði þetta óhapp aldrei
orðið. En það er alltaf hægt að vera vitur eftir á, og fyrir vikið
var þessi ferð ekki farin til fjár — 12 krónur fékk ég fyrir
ómakið.
Chevrolettinn hafði þrjá gíra fram og þurfti því ferð til að
komast upp brekkur, eins og vikið var að. Það þýddi ekkert að
fara hægt og bítandi. En um 1928 komu fjögurra gíra bílar, og
var hinn lægsti nefndur kraftgír eða dráttargír, því að í honum
var hægt að lulla upp allflestar brekkur. Valdimar bóndi Guð-
mundsson í Vallanesi eignaðist einna fyrstur slíkan vörubíl í
Skagafirði og hafði mikið dálæti á dráttargírnum. „Elsku, bless-
aður kraftgírinn“ er eftir honum haft.
Veturinn 1931 — 1932 tókum við Guðvarður Steinsson að
okkur vegagerð í Hegranesi í akkorði. Veginn frá Vesturósbrú
að Astaglinu áttum við að yfirkeyra, sem svo var nefnt, fylla í
holur og skörð, en fullbera í veginn frá Astagli að vestasta
vaðlinum á Austur-Eylendinu, u. þ. b. þar sem vestasta brúin er
á gamla veginum. A þessum vegarkafla var einungis búið að
174