Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 178
SKAGFIRÐINGABÓK
framhjólunum, en efra lagið gaf sig undan afturöxlinum. Eitt
óhapp varð í þessum akstri. Isinn brotnaði undan Fordinum
hans Guðvarðs fullhlöðnum, framendinn hélzt uppi á skörinni,
en afturhjólin fóru á kaf, og ísinn brast undan pallbrúninni.
Ekki var um margt að velja til að leysa vandann. Við mokuðum
af bílnum og bundum tóg í Chevrolettinn. Þeir félagar afklædd-
ust síðan ytri fötum og óðu út í vatnið upp í klyftir og lyftu
undir pallendann, en ég sat í Chevrolettinum og togaði í, og
upp á brúnina fór gamli Ford auðveldlega. Þetta gerðist í fyrstu
ferð að morgni, og mennirnir undu nærföt sín og síðan var
unnið daglangt eins og ekkert hefði í skorizt; prjónanærfötin
verja menn ágætlega fyrir kulda þótt vot séu.
Mölina í yfirkeyrsluna tókum við í Keflavíkurgrús, en þar
kom óvænt babb í bátinn: Fordinn hans Varða dró ekki upp
Garðsásinn. Við afréðum því að finna aðra malargryfju eða
grús, eins og hún heitir á vegagerðarmáli, og töldum álitlegan
stað vera sunnan vegar við Garð. Lúðvík Kemp og Kristján
Hansen könnuðu aðstæður og samþykktu þessa tilhögun. Þetta
tafði okkur aðeins, því við vorum tvo daga að leggja veg að
grúsinni. Eg held, að hún sé enn notuð.
Við fórum allvel út úr þessu akkorði og greiddum mönnun-
um 80 aura á tímann, en almennt vetrarkaup var þá að mig
minnir 70 aurar.
Vorið 1929 eða 1930 fór ég allsögulega ferð fram í Blöndu-
hlíð, en þá hafði bíl aldrei verið ekið fram fyrir Gljúfurá.
Bændur í utanverðri hlíðinni lagfærðu veginn eitthvað, hlóðu
upp kanta og báru í. Brekkubræður, Björn og Sigurður Jónas-
synir komu síðan að máli við mig og fóru þess á leit, að ég tæki
fyrir þá vöruslatta á Króknum fram að Brekkum, reyndi síðan
að komast á Þveráreyrar og ferma bílinn með ull til að leggja inn
á Króknum. Eg féllst á að reyna þetta, og við lögðum af stað.
Vegurinn var mestanpart ruddur eftir þurrum melum, en í mýr-
arsundum hafði verið lagfærður gamli lestavegurinn, sem hafði
verið kerrufær, á köflum a. m. k. Ferðin gekk sæmilega, en
176