Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 179
VÖRUBÍLSTJÓRI í SKAGAFIRÐI
hægt var þó farið. Þegar kom fram í brúnirnar fyrir framan
Brekkur, þurfti að fara yfir brautarspotta, sem var nýlagfærður.
Þarna hafði verið lestavegur, og var búið að fylla í skörðin, en
svo mjó var gatan, að bílhjólin hvíldu eiginlega á snyddukantin-
um innanverðum. Það kunni ekki góðri lukku að stýra, enda
skreið kanturinn undan öðru framhjólinu, bíllinn tók niðri, og
allt sat fast. Við snöruðumst út og komumst að þeirri niður-
stöðu, að vegarbrúnin hefði látið undan síga af því að snyddurn-
ar voru nýjar; torfið skreið út. Við gengum kringum bílinn og
könnuðum aðstæður, og ég tók eftir því, að Björn þrífur annað
slagið í stuðarahornið og segir um síðir: „Eigum við ekki að
reyna að lyfta honum?“ Og við ákváðum að reyna. Bíllinn var
tiltölulega léttur að framan — og þó þungur — en samt var ég
efins, að þetta tækist, því að hátt þurfti að lyfta. Öxullinn var
festur neðan á fjaðrir, sem gáfu talsvert eftir. Björn kvaðst
mundu fara undir hjólið, sem út af fór, „Siggi tekur á stuðaran-
um og þú undir hitt hjólið, og svo reynum við að ranga honum
inn á.“ Við röðuðum okkur á bílinn eftir fyrirmælum Björns,
og hann stjórnaði verkinu: „Einn, tveir og þrír, og nú tökum
við á!“ Og í fyrstu tilraun tókst það. Við tjökkuðum síðan
bílinn upp og hlóðum grjóti í skarðið, og gekk ferðin áfallalaust
eftir það. Björn Jónasson var heljarmenni. Eg held enginn hafi
vitað hans afl. Til marks um það má nefna, að þeir flugu oft á
hann í senn Hermann bróðir hans og Sigurður Stefánsson frá
Þverá og dugði ekki til. Var þó hvorugur talinn aukvisi til átaka.
Eg seldi Chevrolettinn vorið 1932 Stefáni Jóhannessyni frá
Kleif, skósmið á Sauðárkróki. I maí sama vor fékk ég nýjan
Ford, S. K. 36. Þetta var ágætur bíll, 23.9 hestöfl, vó 1260 kíló
og breiddin var 1.74 m. Bíllinn kostaði rúmar 3000 krónur auk
yfirbyggingar, og borgaði ég helminginn út, en hitt fór á víxil til
áramóta, og þurfti ég síðar að fá 600 króna lán til að standa skil
á honum. Eg keypti allt mitt benzín hjá Briem, og lánaði hann
mér úttektina meðan ég skuldaði í bílnum. Benzínlítrinn kost-
aði lægst 35 aura í mínu minni, og í vegagerðinni hafði ég 3.50
177
12