Skagfirðingabók - 01.01.1984, Side 180
SKAGFIRÐINGABOK
kr. á tímann fyrir bílinn og mig. Ég man, að stundum ók maður
kauplaust þar sem aðstæður voru óvenjulegar. Sumarið eftir að
ég fékk Fordinn var ég t. d. með Friðrik Hansen í Hrútafjarðar-
hálsi. Þar var mjög góð grús, mennirnir stóðu á stöllum og
mokuðu niður fyrir sig á bílana. Aksturinn var langur og á
brattann, svo þénustan varð engin meðan svo háttaði.
Veturinn 1933 sótti ég hey á Fordinum fram að Grænhól.
Sauðkrækingar heyjuðu þar margir handa skepnum sínum,
leigðu sér slægjur hjá Kristni P. Briem kaupmanni, eiganda
jarðarinnar. Haraldur Sigurðsson verzlunarmaður átti hey á
Grænhól og fékk mig til fararinnar, og með mér fór Magnús
Konráðsson. Leiðin lá eftir Ashildarholtsvatni, yfir Haftið og
fram Miklavatnið. Það gat verið varasamt að aka eftir Mikla-
vatninu, nema það væri á mjög traustum ís. I því gætir flóðs og
fjöru, og því myndast sprunga frá austri til vesturs, frá Langa-
tanga að austan í Gilseyri að vestan. Fyrsta ferðin gekk ágæt-
lega, en á frameftirleiðinni í annarri ferð veitti ég því athygli, að
ísinn hafði sprungið út frá aðalsprungunni, svo ég færði mig
vestar og gerði aðra slóð. A bakaleiðinni fór ég sömu slóð, en þá
brast ísinn. Ég var á dálítilli ferð, svo að höggið varð mikið.
Stýrið tók við mér, en Magnús sentist fram úr sætinu og skall
ennið á bríkinni fyrir ofan framrúðuna. Þar fór betur en á
horfðist. Það þurfti ekki á að líta, afturhjólin voru niður úr og
pallhornið, en framhjólin stóðu uppi á skörinni. Við tókum
heyið af bílnum og þurftum ekki lengi að bíða aðstoðar.
Nokkrir menn komu þarna að með hey á sleða og hesta fyrir,
m. a. Jón Guðmundsson, kenndur við Steinholt, keyrari
kallaður sökum atvinnu sinnar. Við settum nokkra heybagga
ofan í vatnið og stóðum á þeim, fengum þannig allgóða spyrnu.
Hestunum sex var beitt fyrir bílinn, og við lyftum undir og
höfðum hann upp. Við höggið hafði drifskaftið gengið aftur úr
hjöruliðnum, svo bíllinn var ógangfær. Þeir félagar drógu hann
fyrir mig upp á þurrt þar sem ég gat síðar gert við skemmdirnar.
Ég seldi Fordinn vorið 1934 Sigurði Björnssyni bifreiðarstjóra
178