Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 182
UM FISKIVEIÐAR I SKEFILSSTAÐAHREPPI 1842
eftir TÓMAS TÓMASSON á Hvalnesi
Inngangur
HlNN 25. ágúst 1838 bar Jónas Hallgrímsson skáld og náttúru-
fræðingur fram tillögu á fundi í Hinu íslenzka bókmenntafélagi,
þess efnis, að safna skyldi skýrslum og öðrum gögnum til
nákvæmrar Islandslýsingar. Var vel undir tekið og skipuð
nefnd, er síðan lagði til, að öllum prestum og próföstum á
landinu yrði ritað bréf og þeir beðnir að lýsa sóknum sínum.
Voru samdar sjötíu spurningar í þessu skyni, sem óskað var
svara við. Ennfremur var sýslumönnum skrifað og þeir beðnir
að lýsa sýslum.
Margar þessara lýsinga hafa verið gefnar út nú á seinni árum,
þ. á m. sóknalýsingar Skagafjarðarsýslu, sem komu út árið
1954. Sýslulýsing fylgdi ekki, enda var engin skráð fyrr en seint
og um síðir, þegar Eggert Briem tókst það á hendur. Sú lýsing
fylgdi ekki skýrslum Bókmenntafélagsins og var hin eina, sem
ekki barst því. Þessi sýslulýsing hefir nú komið í leitirnar og
birtist í ellefta hefti Skagfirðingabókar.
Efni hinna sjötíu spurninga er afar fjölbreytt, og eru oft
margar spurningar settar undir eina tölu. Þrjár eru um fisk-
veiðar. Það hefir Jónasi við nánari umhugsun þótt ófullnægj-
andi, og því ritar hann á ný bréf nokkru síðar, sem hann sendi
þeim, er vel þekktu til veiðanna. Honum er þetta þá orðið hug-
leikið verkefni, „þetta fyrirtæki er nú orðið eftirlætisgoðið mitt,
síðan ég fór að fá svör frá æði-mörgum, því ég sé nú glögglega,
180