Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 183
FISKIVEIÐAR í SKEFILSSTAÐAHREPPI
að nokkuð getur orðið úr því.“ Þannig skrifar Jónas í bréfi til
Arna O. Thorlacíus kaupmanns í Stykkishólmi, ári eftir að
hann ritar spurningabréfið. Því miður mun þó minna hafa orðið
úr en Jónas vænti, og eru fáar einar varðveittar.
Ein lýsing barst Jónasi úr Skagafirði, að séð verður, þótt ekki
skuli fortekið, að fleiri kunni að finnast einhvers staðar síðar.
Hún var frá Tómasi Tómassyni á Hvalnesi um mið þeirra Skefl-
unga. Tómas var með kunnustu Skagfirðingum á sinni tíð og
við hæfi að geta hans með nokkrum orðum.
Tómas var fæddur að Reykjum í Tungusveit 4. apríl 1783.
Foreldrar hans voru Tómas Björnsson og Guðrún Jónsdóttir. Á
Reykjum var Tómas til þrettán ára aldurs. Þá dó faðir hans og
fluttist Guðrún með drenginn að Hamarsgerði og giftist Jóni
Jónssyni bónda þar. Tómas réðist til ýmissa vika að Mælifelli til
Bjarna prests Jónssonar, er þá hélt staðinn. Af sr. Bjarna nam
hann margt, m. a. dönsku, enda afar námfús að sögn Gísla
Konráðssonar fræðimanns, en þeir Tómas voru þremenningar
að frændsemi og á líkum aldri, Gísli fjórum árum yngri. Þeir
voru aldavinir og auðfundin vináttan í skrifum Gísla. Þegar
Tómas var sautján ára, féll stjúpi hans frá, og þótti Tómasi „lítill
söknuður að“ segir Gísli Konráðsson. Tómas tók þá við búsfor-
ráðum og bjó að Hamarsgerði til 1816, er hann fluttist að
Nautabúi á Neðribyggð. Þar bjó hann í tólf ár, en árið 1829 fór
Tómas byggðum að Sævarlandi í Laxárdal. Þaðan fór hann að
Hvalnesi 1837 og bjó til 1858, er hann hætti búskap, orðinn 75
ára gamall. Eftir það var hann á Selnesi um tíma, en mun um
1860 hafa farið að Þverá í Blönduhlíð til dóttur sinnar, Guð-
bjargar, og manns hennar, Stefáns Jónassonar. Þar dvaldist
hann síðustu æviárin.
Tómas var þríkvæntur, en missti tvær fyrri konur sínar eftir
mjög skamma sambúð. Þriðja kona hans var Guðrún Jónsdóttir
frá Þverá. Voru þau Stefán og Guðbjörg systkinabörn; afi
beggja var Jón Illugason, er lengi bjó á Þverá og keypti jörðina,
þegar eignir Hólastóls voru seldar árið 1802. Þau Tómas og
181