Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 185
FISKIVEIÐAR í SKEFILSSTAÐAHREPPI
Þú ert farinn úr firði Skaga,
frændi minn, Gísli Konráðsson.
Yfir því framar ei skal klaga,
eflist huggun í þeirri von,
hnattaskipti við höfum senn,
heilir því munum finnast enn.
Hefir það vísast rætzt.
Tómas var ekki auðugur á veraldarvísu, hafði þó gott bú.
Hann bjó víða á nærri sextíu ára búskaparævi, en varð aldrei
jarðeigandi, enda ekki keppt eftir; „tilvera nægði daglegs
brauðs,“ segir hann um þá frændur í Gíslahvörfum, en Gísli var
alla tíð fátækur leiguliði. Lengst bjó Tómas á Hvalnesi og er
jafnan kenndur við þá jörð. Þaðan farinn kvað hann þessa vísu:
Héðan fer ég flæmdur ber,
fylkir sér það himnasals,
blessist hver sem öfluð er
ábúð hér á nesi Hvals.::'
Er auðlesið, að Tómasi hefir fallið vistin vel, en ekki biður hann
eftirkomanda sínum bölbæna, þótt „flæmdur“ hafi verið burtu.
Lýsir það eðliskostum hans. Tómas veiktist á ferðalagi og
andaðist á Hofdölum 10. júní 1866, 83 ára. Handrit hans að
lýsingu fiskveiðanna er í Landsbókasafni, IB 28 4to.
G. M.
Heimildir
Jarða- og búendatal Skagafjarðarsýslu, Saga frá Skagfirðingum III, Saga
Skagstrendinga og Skagamanna, Skagfirzkar œviskrár, Sýslu- og sóknalýs-
ingar I (Húnavatnssýsla), Ævisaga Gísla Konráðssonar, Ævisaga Jóns
Espólín.
*í Skagfirzknm xviskrám I (1850—1890), bls. 269, er vísa þessi höfð eilítið
öðruvísi, himnasala rímar þar móti nesi Hvala.
183