Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 186
Bréf Jónasar
Spurt um fiskiveiðar
Af því mér er mjög áríðandi að geta fengið svo greinilegar
skýrslur sem kostur er á um alls konar sjávarveiðar hér við land,
leyfi ég mér að biðja alla góða menn, sem þetta blað sjá og vilja
hafa til að verða mér að liði í þessu efni, að gjöra svo vel og
senda mér skriflega skýrslu til úrlausnar þeim fyrirspurnum, er
hér koma á eftir. Bið ég, að hver um sig nefni nafn sitt og
heimili og veiðistöður þær, er hann bezt þekkir og einkum vill
frá herma. — Skýrslur þessar eru ætlaðar til þess að geta með
tilstyrk þeirra samið áreiðanlegt yfirlit yfir ástand sjávarveiða
vorra, eins og það er um þessar mundir; virðist það geta orðið
fróðlegt og ekki nytsemdarlaust sjóveiðamönnum vorum, þegar
svo margt kemur til samanburðar á einn stað; en á hinn bóginn
vænti ég mér af skýrslum þessum mikillar aðstoðar fyrir
náttúrufræði þessa lands.
1. Hvað er yður kunnugt um fiskigöngur vorar, hverrar
tegundar fyrir sig, og aðsetur fiskanna á öllum aldri árið um
kring, að svo miklu leyti sem eftirtekt og reynsla yðar sjálfs nær
til?
2. Hvernig er hagað fiskiveiðum í yðar veiðistöð árið um
kring? Hvaða veiðiaðferð er höfð, og hverjar tegundir veiddar
um hvert leyti?
3. Lýsing á öllum útbúnaði og aðferð við hverja veiði fyrir
sig.
4. Þiljuskipaveiðar; útbúnaður þeirra og allt hið merkasta,
sem um þær verður sagt.
5. Oll hin helztu mið, sem sótt eru úr yðar veiðistöð, afstaða
þeirra eftir ágizkun, og eins þeirra merkja á landi, sem miðað er
við. Dýpi og botnslag á miðunum, og hver þeirra veiðisælust á
hverja fiskitegund.
184