Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 189
FISKIVEIÐAR í SKEFILSSTAÐAHREPPI
I fyrra parti oktobr. m. gengur fiskurinn venjulega út aftur.
Afla menn þá nokkuð, ef á hann hittist um leið. Ekki er mér
ugglaust, að fátt eitt af þorski og heilagf. liggi hér í djúpinu á
veturna, því við hefur borið, að stöku skepna hefur dregizt í
hákarlalegu, fyrr en vart hefur orðið við göngu. Að öðru leyti
er mér ókunnugt um heimili fiskanna.
Nr 2. A veturna þegar á líður fara menn í hákarlalegur, á
vorin brúka menn fiskilóðir við Drangey, líka færi. Um sláttinn
brúka menn líka lóðirnar, þar sem ekki er hraun í botninum.
Að öðru leyti er þessu svarað undir Nr 1.
Nr 3. Ekki þarf að lýsa fiskilóðum né haldfærum, svo sem
alkunnugu um land allt. I hákarlalegum brúka menn alla sömu
aðferð og í Fljótunum; beitt er þá selspiki og hrossakjöti.
Nr 4. Af þiljuskipaveiðunum höfum vér ekkert að segja.
Nr 5. Þegar fiskimiðunum á að lýsa, þykir mér tilhlýðilegt að
byrja á hinum innstu í hreppnum, og halda síðan norður eftir
Skaganum. Lendinganna vil eg líka stuttlega minnast. — Fyrst
er Laxárvík, vestanvert við hinn nyrðri enda á Tindastól, við
Laxárós. Þar er sandur og allgóð lending, opin móti n. v. Þaðan
sækja menn á Hólkotið norðanundir Stólnum; nokkuð inneftir
úr víkinni. Er þar miðað Hólkot á Reykjaströnd við Reykja-
disksnefið og Bakkakot (eyðikot á bökkunum fyrir norðan
Laxárvík) við Sævarlandsenda. Þar er sandbotn og 30 faðma
djúp. Veiðist þar stór fiskur, ýsa og heilagfiski. — Dýpra eða
austar er Leirinn. Er þar miðað Vatnsfjallið frammi í Skagafirði
að vestanverðu, þegar það gengur fram undan Stólnum að
sunnan, en Yztuskálarhnjúkur vestur í Skagaheiði á Bjarnarfelli
á að ganga fram undan Stólnum að norðan. Þar er leirbotn og 40
faðma djúp. Fleiri eru þvermið á Leirnum norðureftir. — Þá er
Drangeyjarsandur, þegar Syðstuskálarhnjúkur á Bjarnarfelli
kemur norðurundan Stólnum og Staðaröxlin sunnan og það
vestur eftir, þangað til Mælifellið (hnjúkurinn) er kominn að
Stólnum. Norðasta mið á Sandinum er Þórðarhöfði á Austur-
landi norðurundan Drangey. — Fleiri eru mið í kringum
187