Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 197
SAGNIR AF MAGNÚSI SÁLARHÁSKA
ÁRNI SVEINSSON frá Kálfsstödum skráði
Magnús Guðmundsson, sem kallaður var sálarháski, fæddist nálægt 1764
og dó 1844 að Hvammi í Vatnsdal. Viðurnefni sitt hlaut hann vegna
orðtaks síns um þetta eða hitt, sem hættulegt var, að það væri lífs- og
sálarháski. Hann var atgjörvismaður um marga hluti, greind, llkamsburði
og hagleik ýmsan, en nýttist lítt af sakir auðnuleysis. Víða flakkði hann
um Norður- og Suðurland, en staðnæmdist hvergi til langframa, því ekki
nennti hann að vinna að staðaldri og þótti blandinn mjög. Magnús varð
þjóðsagnapersóna, sumpart vegna uppátækja sinna margvíslegra, en þó
öllu fremur sakir þess hvílíkur frágjörðamaður hann var við slátt. I þeirri
grein tjóaði engum að þreyta kappi við Magnús, enda beit honum hvert
járn.
Ymsar sögur hafa gengið af háska og margar þeirra birzt á prenti, t. d. í
Pjóðsögum Olafs Davíðssonar, Þjóðsögum Jóns Arnasonar og Pjóð-
sögum og munnmælum Jóns Þorkelssonar. Frásagnir þær, sem hér fara á
eftir, gerast flestar í Hegranesi og hafa ekki fyrr sézt á prenti svo kunnugt
sé. Þær skráði Árni Sveinsson á Kálfsstöðum og birti í 4. árgangi Elliða
1933, handskrifuðu blaði, sem Ungmennafélagið Hjalti í Hólahreppi gaf
út. Þær eru ritaðar samkvæmt fyrirsögn Unu Sigurðardóttur, tengdamóð-
ur Árna, en hún hafði þær eftir móður sinni, Rannveigu Guðmundsdóttir
frá Hellulandi. Sagnir þessar eru að mestu eins og Árni gekk frá þeim, þó
hefur verið vikið til orðum á nokkrum stöðum, og greinamerkjasetning
samræmd.
Hj. P.
I
Helluland var mesta uppáhaldsheimili Magnúsar, og þar mun
hann hafa haldið mest til, þá hann dvaldi hér í Skagafirði. Ekki
195