Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 198
SKAGFIRÐINGABÓK
vann hann þar að jafnaði annað verk en berja fisk. Gerði hann
það til þess að geta valið úr fiskinum handa sér, því Magnús var
matmaður mikill, og aldrei sagðist hann vera duglegri að slá en
þegar hann væri svo saddur, að „vömbin rólaði með orfinu.“
II
Vanalega flakkaði Magnús bæði vetur og sumar með tvö hross.
Atti hann lengi sömu hrossin og kallaði annað Stolta Jarp, en
hitt Lítillátu Gránu. Hann lét Guðmund Olafsson bónda á
Hellulandi smíða undir hrossin og vildi ekki að neinn annar
gerði það.
Eitt sinn kom hann þar um vor. Þegar hann hafði sprett af
hrossum sínum, tók hann smíðaöxi er Guðmundur átti, og
skóf á þeim hrygginn þar til hann var allur orðinn blóðrisa. Þá
tók hann tjörulepp og lét ofan í. Guðmundi leizt ekkert á
þessar aðfarir og spurði Magnús, því hann færi svona með
skepnurnar. Magnús sagðist gera þetta hrossunum til heilsubót-
ar. (En sennilega var það til þess gert, að hrossin yrðu ekki
notuð meðan hann dveldist á Hellulandi). Að þessu loknu
flytur hann hrossin á haga. Rannveig dóttir Guðmundar, sú er
þessa sögu hefur sagt, var þá barn að aldri og látin vaka yfir
túninu. Fór hún að reka frá um sama leyti og Magnús fór með
hrossin. Magnús dvaldi hjá hrossunum meðan Rannveig rak frá
og varð henni samferða heim og var hinn skrafhreifnasti. Ekki
fer hann að hátta, þegar heim kemur, heldur vakir nóttina af
með Rannveigu og spjallar margt við hana. Undir morguninn
spyr hann: „Attu nokkuð í askinum þínum, litla góð?“ Rann-
veig átti kvöldmatinn sinn ósnertan og sækir hann og færir
karli. Magnús tók á móti og át hann allan. Síðan fór hann að
sofa, þegar fólkið tók að klæðast.
196