Skagfirðingabók - 01.01.1984, Síða 200
SKAGFIRÐINGABÓK
skorpukorn, leggur hann frá sér bókina og segir: „Réttið þið
mér magálsröndina mína, mig þurrkar upp að tala“. Það var
gert, og át karlinn magálinn og las síðan lesturinn til enda.1
VI
Einu sinni kom Magnús að Syðri-Brekkum. Það var skömmu
eftir fráfærur. Valgerður, kona Þorláks Finnbogasonar, er þar
bjó, var að mjólka ærnar sínar í kvíunum, þegar Magnús bar að.
Hann kemur til hennar, sezt á kvíavegginn og biður að gefa sér
að drekka. Hún var búinn að mjólka hátt í 14 marka fötu og
réttir honum hana. Magnús situr lengi með fötuna, en þegar
hann loks afhendir hana, eru eftir svosem 2 merkur í lögginni.
„Svona er nú heilsan, heillinn. Ekki gat ég lokið þessum dropa“
sagði karl, um leið og hann rétti Valgerði fötuna.
VII
Einu sinni var Magnús staddur á Hellulandi um jólin. Var
honum þá skammtað meðal annars feitur og stór sauðarbringu-
kollur. Magnús át allan jólamatinn nema bringukollinn. En
þegar Magnús fer frá Hellulandi eftir jólin, fær hann Steinunni
bringukollinn og biður hana að geyma fyrir sig. Kvaðst hann
ætla að eiga hann þar til mjög yrði hart í ári og bjargarskortur,
þá kvaðst hann ætla að borða hann á því heimili, þar sem flest
væri af svöngum börnum, hann hefði svo gaman af að sjá
hvernig börnin horfðu upp á sig, meðan hann væri að sneiða
bringukollinn upp í sig. I þrjú ár geymdi Steinunn bringukoll-
inn fyrir Magnús. Oft kom hann á þeim tíma í Helluland og
1 í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar er sögn mjög lík þessari, höfð eftir heyrnar-
og sjónarvotti. Gerðist hún á jólanótt hjá Finni bónda í Miðvogi á Akranesi.
E. t. v. er hér um sömu sögn að ræða, en þó er ekki síður líklegt, að Magnús
hafi víðar en þar þurft að mýkja kverkarnar undir lestri og þá tekið líkt til
orða.
198