Skagfirðingabók - 01.01.1984, Page 201
SAGNIR AF MAGNÚSI SÁLARHÁSKA
spurði eftir bitanum, án þess að taka hann. Að síðustu brenndi
Steinunn bringukollinn.
VIII
Það var siður Magnúsar að ávarpa fólk, áður en hann heilsaði
því. Eitt sinn kom hann að Bergsstöðum í Svartárdal. Þá sagði
hann um leið og hann sá prestkonuna: „Eg ætla að biðja yður,
heillin góð, að gefa mér þykkt skyr og hákarlslýsi útá. Sælar
verið þér.“ Og við prestinn sagði hann: „Eg ætla að biðja yður,
prestur góður, að gefa mér hey handa hestunum mínum. Sælir
verið þér nú.“ Slík voru tíðum ávörp hans, er hann heilsaði
mönnum.
IX
Einhverju sinni var Magnús staddur að Ríp á messudegi. Sagðist
hann þá mundi hafa farið í kirkju, ef hann hefði haft föt.
Presturinn, séra Jón Reykjalín, komst að þessu og lánaði Magn-
úsi síðhempu, sem hann átti, því svo var Magnús stórvaxinn, að
ekki gat hann notað föt nema af einstaka manni. Magnús fer nú
í kirkju og hlýðir ræðu prests. Þegar messa er úti og prestur
gengur fram kirkjugólfið, stendur Magnús upp, ávarpar prest
og spyr, hvort hann eigi nú að lofa honum að heyra ræðuna,
sem hann hafi flutt. Ekki kærði prestur sig um það. Kunnugir
sögðu, að Magnús hefði verið viss með að muna ræðuna, en
presti ekki þótt gaman að heyra hana flutta af öðrum, því hann
var ekki sagður ræðumaður.
199