Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 24
SKAGFIRÐINGABÓK
greiddi yfirleitr í september, aðeins tvisvar í október og hélt
láninu aðeins til 1918 og greiddi það þá að fullu 9- september
eða á sjö árum í stað 15. Síðasta afborgun og eftirstöðvar voru
273 kr. 91 eyrir. Þetta skapaði honum mikið traust hjá Spari-
sjóði Sauðárkróks, er sá um innheimtuna. Síðar varð Jörgen
Frank einn af ábyrgðarmönnum Sparisjóðsins. En þetta lán
nægði ekki til að greiða húsið, það hrökk skammt, en hann
hafði eignast vini til sjávar og sveita, og nú reið hann fram að
Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi til að hitta einn af vinum
sínum, en það var Jóhann Pétursson hreppstjóri, sem leysti
vandann.
Um Jóhann á Brúnastöðum segir svo m.a. í Skagfirskum
æviskrám: „Jóhann var mjög hjálpsamur. Hann lánaði mörgum
peninga gegn sanngjörnum vöxtum. Var jafnvel talað um hann
sem „banka“ sveitarinnar og svo ótortrygginn var hann, að sagt
var hann hefði sjaldan krafist ábyrgðarmanna eða trygginga,
heldur lét sér nægja eigin handskrift viðkomanda. En óreiðu-
mönnum lánaði hann aldrei. Gott mun og hafa verið að vera
landseti hans.“
Hús sitt, Baldur, munu þau hafa selt Gísla Guðmundssyni
veitingamanni. Heimildir um þessa sölu eru frekar óljósar, en
Haraldur Júlíusson kaupmaður kaupir Baldur af Gísla Guð-
mundssyni 1919, er hann hóf verslun í húsinu, og verslaði
hann í því þar til það var rifið og hann byggði nýtt 1930, og
þar er enn verslun Haraldar Júlíussonar. Það kemur hvergi fram, að
Jörgen Frank hafi selt Gísla Guðmundssyni, en heimildir eru
til um, að hann veðsetti húsið fyrir fyrrnefndu láni hjá Lands-
banka Islands, og afsal gefur hann út til Haraldar Júlíussonar
19- apríl 1926, eða átta árum eftir að lánið var að fullu greitt.
Hér virðist hafa verið gert svokallað „heiðursmannasamkomu-
lag“. Enda voru þetta heiðursmenn, er hér komu að verki.
Nú höfðu þau Guðrún og Jörgen eignast gott hús með stór-
um garði í miðju þorpsins, og þarna komu þau sér vel fyrir, og
börnin fæddust hvert af öðru, alls 12 á 18 árum, fimm dætur
22
j