Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 193
BARNSHVARF í HORNBREKKU
í ósköpunum gat henni dottið í hug að svona lagað gæti gerst?
Slæmt að barnið skyldi ekki finnast svo hægt væri að gera því
sæmilega útför. Stöðug og nagandi óvissan um örlög hans var
nær óbærileg.
En veturinn leið, vorið og sumarið, og affur var komið haust.
Gefum Einari í Mýrakoti orðið á ný: „Um miðjan október
1862, réttum 14 mánuðum eftir að barnið hvarf, voru börn af
Brekkubæjunum send upp í fjallið, sjálfsagt til að hóa saman
kindum. Með þeim var smalahundurinn, sem hljóp í kringum
þau og snuðraði víða, elti kannski erfðaóvin sinn krumma ef
hann kom of nærri. Þegar þau voru komin upp á Bekki, sem
eru smástallar í fjallshlíðinni, líklega um tvo km sunnan og
ofan bæjar í Litlu-Brekku (bærinn stóð áður nokkru sunnar og
ofar en hann er nú), stakk seppi við fótum, sperrti eyrun og
þefaði, hljóp síðan inn í birkirunna, en á Bekkjunum voru
áður nokkrir gróskulegir birkirunnar, sem nú hafa eyðst með
öllu. Brátt kom seppi aftur og bar nú eitthvað milli tannanna,
sem hann lét detta við fætur barnanna og gelti lágt. Þetta voru
slitrur af litlum barnsskó. Ekki vakti þetta sérstaka athygli
barnanna. Þau vissu að hundar bera með sér svona hluti langar
leiðir, eins gat krummi hafa rænt þessu á öskuhaugunum
heima við bæina og flogið með það í átt að laupi sínum. Öðru
sinni hafði hundurinn hlaupið frá, en kom aftur og nú með
litla barnshúfu prjónaða. Á henni var skúfur, eitthvað sérstæð-
ur. Þessa húfu þekktu þau vel. Þetta var húfan hans Guð-
mundar litla í Hornbrekku, sem verið hafði leikbróðir þeirra.
Líklegt er, að börnin hafi viljað kanna þetta nánar og farið að
runnanum þar sem líkið lá mjög skaddað og vart þekkjanlegt.
Þau hlupu nú heim með skóinn og húfuna og munu vart
hafa talið sporin sín. Þetta var harkaleg lífsreynsla fýrir börn og
eflaust væri kölluð til áfallaþjónusta í dag, en það orð var þá
ekki til í málinu né menntaðir menn sem kunnu með slíkt að
fara, en flestum stóð þó opinn foreldrafaðmurinn og oft afi og
amma, sem kunnu ráð við ýmsu. En nú var tekin hurð af úti-
191