Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 153
MÚRINN RAUÐI Á HÓLUM
honum.“4 Önnur heimild frá svipuðum tíma lýsir múrnum svo
að hann hafí verið „afbragðs vel gjörður, með smá kamersum
og hvelfingum, [þar] sem menn kunnu sitja í blíðu veðri og
forlysta sig afsíðis, item stúdera etc.“5 Þess vegna er efalaust að
múrinn stæði enn með fullri reisn í túni Hólastaðar ef hann
hefði ekki verið brotinn niður ári eftir að ferðum þeirra Eggerts
og Bjarna lauk hérlendis, veturinn 1758-59- En steinarnir
voru notaðir í steinkirkju þá er nú stendur á Hólum.
Þessi rauði steingarður er einnig merkilegur fyrir þá sök að
hann er eitt af fáum þekktum dæmum um mannvirki úr steini
hérlendis fyrir tíma Skúla Magnússonar landfógeta. Múrinn
var reyndar ein ástæða þess að steinhögg varð framfaramál fyrir
fógetann. Skúli var sem kunnugt er ráðsmaður á Hólum á ár-
unum 1741—1746 og rannsakaði múrinn gaumgæfilega. Hann
sendi síðan lýsingu af honum til konungs sem sönnun fyrir því
að fýsilegt væri að reisa steinhús á Islandi.6 Þetta virtist sann-
færa dönsk yfirvöld, og nokkrar steinbyggingar á vegum Skúla
fylgdu í kjölfarið. Það var hins vegar Magnús Gíslason amt-
maður sem fór þess á leit við konung að láta reisa kirkju úr
steini á Hólum, stuttu eftir að framkvæmdir fógetans hófust
syðra. Magnús lét auðvitað ekki hjá líða að nefna múrinn máli
sínu til stuðnings og ritaði svo til konungs: „Náttúran hefur
gætt Hólastað fegurra og endingarbetra byggingarefni en unnt
er að panta frá öðrum löndum. Nefnilega hinum yfirmáta fagra
rauða sandsteini, sem þar finnst gnótt af í næsta nágrenni og
4 Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pdlssonar, 4. útg., bls. 73.
5 Tilvitnun í tvíblöðung, JS 513 4to, þar sem er yfirlit yfir þær kirkjur sem ris-
ið höfðu á Hólastað og afdrif þeirra. Sjá umfjöllun hjá Sigurjóni Páli ís-
akssyni (1987), bls. 85-86, sem hefur áætlað ritunartíman vera árið 1763, og
að upphaflegur höfúndur textans sé séra Þorsteinn Pétursson á Staðarbakka,
sbr. Sigurjón Páll ísaksson (1989), bls. 190.
6 Sjá umfjöllun um störf Skúla Magnússonar sem ráðsmanns á Hólastað og
skrif hans til konungs vegna múrbygginga, hjá Jóni Jónssyni Aðils (1911)
eða Ásgeiri Jónssyni (1997).
151