Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 141
KOMSTU SKÁLD í SKAGAFJÖRÐ?
stöku jafnaðargeði yfir að ráða. Hann gekk þögull að vinnu
sinni, en stundum kvað hann lágt. Móðir mín var heldur lág
vexti, nokkuð gild, þegar ég man hana fyrst; Ijós á brún og brá.
Hún var heldur örari x lund, en þó létt í skapi. Fljót x öllum
hreyfingum, og ósérhlífnari manneskju mundi varla að finna.
Hún hafði ákaflega mikla ánægju af hljóðfæraslætti og söng,
hafði laglega rödd, kunni margt og var alla tx,'ð að raula við
vinnu sína.“
Þau hjónin eignuðust 8 börn. Elstur þeirra var Baldur, bóndi
í nágrenni foreldra sinna, Guðmundur, kaupmaður í Marker-
ville, Jón dó á 4. ári (í Norður-Dakota), Jakob Kristinn, átti
lengi heimili hjá foreldrum sínum, bjó í Markerville, Stefaný
Guðbjörg og Jóný Sigurbjörg, tvíburar, báðar bændakonur í
Markerville, Gestur Cecil, sem lést af slysförum árið 1909 sem
fyrr segir, og yngst var Siglaug Rósa, húsmóðir í Markerville.
Frá Wisconsin flutti fjölskyldan til Garðar í Norður-Dakota
árið 1880. Þá var Stephan 27 ára gamall. Þeir flutningar urðu
með eindæmum erfiðir fyrir alla, sem þar áttu hlut að máli, þó
sérstaklega bændurna. Þeir sendu konur og börn með lest, en
fóru sjálfir gangandi með gripi sína, sem þeir ráku á undan sér.
Vegalengdin var um 1370 km (svipað og hringvegurinn á Is-
landi!) og tók ferðin þá fimm vikur. Urðu margir að herða
sultarólina á þeirri leið, því fjárráðin voru mjög takmörkuð og
klæðnaður af skornum skammti, ekki síst skófatnaður. En víða
þurftu þeir að brjótast um torleiði. Fararstjórinn og hvatamað-
ur þessara flutninga, var presturinn þeirra, síra Páll Þorláksson.
Var þá sýnt, að ekki gat orðið um að ræða framtíðarbúsetu
Islendinga í Wisconsin sökum landþrengsla. En síra Páll
hafði kannað ónumið land í Norður-Dakota, litist mjög vel á
og taldi, að þar gæti risið blómleg íslendingabyggð. í hin-
um margvíslegu örðugleikum frumbýlisins reyndist síra Páll
löndum sínum framúrskarandi vel. I Norður-Dakota gerðist
Stephan landeigandi öðru sinni.