Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 123
KOMSTU SKÁLD f SKAGAFJÖRÐ?
Hinn 13. ágúst árið 1884 gekk Kristinn að eiga Guðrúnu
Jónsdóttur frá Helluvaði í Mývatnssveit, sem þá var búsett í
Winnipeg. Hún hafði flutt vestur um haf árið 1876 með for-
eldrum sínum. Guðrún var stórvel gefin kona, mikilhæf og vel
til forystu fallin. Á sínum ungu árum vestra áður en hún giftist
átti hún mikinn þátt í að stofna barnaskóla í Winnipeg fyrir
börn af íslenskum ættum og gaf hálft verkakaup sitt til styrkt-
ar skólanum. Einnig tók hún að sér nokkur munaðarlaus börn
og gaf með þeim. Ásamt nokkrum konum öðrum stofnaði hún
Hið íslenska kvenfélag í Winnipeg, sem var fyrsta félag þeirrar
tegundar þar í borg, og starfaði það aðallega að líknarmálum.
Þau hjónin eignuðust engin börn, en um hjúskap þeirra og
heimilislíf kemst síra Rögnvaldur Pétursson, vinur þeirra, svo
að orði: „Varð hjónaband þeirra hið farsælasta og ástúðlegasta
frá beggja hálfu, þó eigi á þann hátt, er oft vill verða, að annað
drægi sig í hlé og hyrfi fyrir hinu, heldur þroskuðust þau hlið
við hlið, svo að persónuleiki hvors um sig kom æ betur og bet-
ur í ljós, eftir því sem aldurinn óx, og mun það einsdæmi vera.
Hvort átti sínar hugsanir útaf fyrir sig, en þau lifðu saman og
unnu saman og höfðu bæði lag á því að gjöra úr samlífinu óað-
skiljanlega einingu. Mun samúðin aldrei hafa verið innilegri né
dýpri en þegar skilnaðinn bar að höndum, eftir 32 ára sam-
búð.“ Heimili þeirra hjóna var lengi talið eitt mesta menning-
arheimili í Winnipeg.
Kristinn átti við mikla vanheilsu að stríða seinasta árið sem
hann lifði og átti því ekki kost á að ganga endanlega frá undir-
búningi handrits að seinni Ijóðabókinni. En vinir hans áður-
nefndir luku verkinu og veittu honum þá gleði að fá að sjá 16
fyrstu síðurnar fullprentaðar daginn áður en hann dó. Andlát
hans bar að höndum á heimili Gísla Jónssonar prentsmiðju-
stjóra í Winnipeg. Gísli segir í minningargrein um vin sinn, að
„á spítala hafi hann verið ófáanlegur til að fara.“ Hann lést 26.
september árið 1916.
Kristinn mun hafa verið glæsimenni að ytra útliti, hávaxinn,
121