Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 40
SKAGFIRÐIN GABÓK
á Króknum mynduðu ekki sitt eigið yfirstéttarsamfélag
eins og Danir gerðu víða á Islandi. Nei, þeir umgengust
innfædda eins og jafningja og urðu góðir Króksarar. Þeir
unnu hlið við hlið að uppbyggingu staðarins og áttu oft
frumkvæði að ýmsum framfaramálum.
Ég varð oft heyrnarvottur að samtölum manna við pabba.
Menn komu oft í búðina til hans, og barst talið fljótt að ýms-
um málum, er þóttu aðkallandi, t.d. hafði pabbi ákveðnar
skoðanir á nauðsyn þess að byggja lengri öldubrjót, sem hann
kallaði „sandfangara". Hann taldi öldubrjót nauðsynlega byrj-
un á væntanlegri hafnargerð. Það hafði verið talað um nauðsyn
hafnargerðar á Sauðárkróki í áratugi, eða síðan 1880, er fyrst
var boðað til fundar á Sauðárkróki um hafnarbætur, en lítið
orðið úr framkvæmdum. Sjór braut stöðugt af kauptúnslóð-
inni, og 1914 eyðilagðist Eyrarvegurinn í brimróti.
Sýslunefndin hunsaði málið, en verslunarmannafélagið, sem
var endurvakið 1916, vann ötullega að málinu, efndi m.a. til
leiksýningar 1917 sem gaf af sér 400 kr., og auk þess skutu fé-
lagsmenn saman nokkurri upphæð. - Öldubrjótsnefnd hafði
verið kosin áður og beitti sér nú meira.
Árið 1894 var gerður grjótgarður út af Gönguskarðsáreyri,
en kom að litlu gagni vegna smæðar sinnar, en sýndi þó, að
stærri og voldugri öldubrjótur væri gagnlegur, gæti varið
höfnina gegn skaðvaldinum Gönguskarðsá og öldugangi norð-
an stórsjóa. Öldubrjótsmálið var nú að taka á sig fastara form,
og árið 1917 var stofnað til samskota, og safnaðist í peningum
865 kr. og 116 dagsverk. Fleira var gert, t.d. var dýpi mælt, og
svo var hlaðinn 30 álna langur grjótgarður. Skemmdir urðu oft
á þessum öldubrjót af völdum sjávargangs, en hann hafði sann-
að gagnsemi sína, og gert var við hann eftir föngum.
I Sögu Sauðárkróks er fjallað um hina erfiðu baráttu við nátt-
úruöflin og nauðsyn þess að byggja höfn, þar sem hafnarskil-
yrði voru svo til engin. En Króksarar gáfust ekki upp. Erfið-
38