Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 148
SKAGFIRÐINGABÓK
prentuð í Reykjavík 1959- 2. útgáfa af úrvali Sigurðar Nordals
kom út í Reykjavík 1980. Úrvalsljóð komu og út í Reykjavík
1945 og Gullregn úr ljóðum Stephans G. Stephanssonar einnig
í Reykjavík 1967. Árið 1970 gaf Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins út smákver eftir Stephan G., er nefnt var:
Frá einu ári. Kvæði, bréf og ritgerðir frá árinu 1891. Umsjón
með útgáfunni hafði dr. Finnbogi Guðmundsson fyrrverandi
landsbókavörður. Það sama rit gaf hann sjálfur út árið 1989,
jók við efni og nefndi það: Vestur ífrumbýli. Þá kom út fyrir jól-
in 1998, Andvökur. Nýtt úrval, sem dr. Finnbogi Guðmunds-
son valdi. Á ensku kom út: Selected translations from Andvökur,
prentaðar í Edmonton 1987. I óbundnu máli kom út safn af
greinum eftir Stephan, sérprentaðar úr Voröld undir nafninu
Jökulgöngur, prentaðar í Wynyard 1921. Bréf Stephans komu út
í fjórum bindum og voru prentuð í Reykjavík 1938-1948.
Síðari hlutinn af síðasta bindi bréfanna, sem innihélt önnur rit
Stephans í óbundnu máli en bréfín, var prentaður sérstaklega
undir nafninu Umhleypingar og gefinn út í Reykjavík 1949-
„Drög til ævisögu", eftir Stephan G. Stephansson sjálfan voru
prentuð og sérprentuð úr Andvara 1947. Árið 1982 gaf
Alberta Culture út bók Jane W. McCracken, er hún nefndi:
Stephan G. Stephansson. The poet of the Rocky Mountains. Sama ár
kom út í Reykjavík: Stephan G. Stephansson in Retrospect. Seven
Essays, eftir dr. Finnboga Guðmundsson. Og að lokum má
minna á þrjú bindi af bréfum til Stephans G. Stephanssonar
sem prentuð voru í Reykjavík 1971—1975.
Árið 1917 var Stephan boðinn heim til íslands af öllum
helstu menningarfélögum þjóðarinnar, og þáði hann boðið. Var
hann fjóra mánuði í þeirri ferð, kom víða, var fagnað hjartan-
lega og að verðleikum hylltur af alþjóð. Það var eina sum-
arfríið, sem hann átti á ævinni, „árið sem ég átti gott,“ segir
hann sjálfúr. Stephan var mikill starfsmaður og starfsgleði hans
var óþrjótandi. I kvæðinu „Vorönn" ávarpar hann sjálfan himna-
föðurinn sem starfsbróður sinn og segir:
146