Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 100
SKAGFIRÐINGABÓK
urs. Nefndur „Skór“, eftir hvítum hófi. Þetta fékk mjög á mig.
Skrokkur hans var hirtur og seldur til hákarlabeitu. Eg stalst
til og stal „sviðunum". Druslaði þeim út á hólbarð, yzt á velli,
bar svo steina upp úr lækjardragi, sem þar var, og gerði úr
grjótdys. Fékk mér fjalarstúf, festi á hann blað úr bænakvers-
rifrildi prentuðu, tyllti rúðubroti yfir það og lét rísa upp úr
hrúgunni. Hafði séð svipaðan „bautastein“ úr tré í Víðimýrar-
kirkjugarði. Mér var miklu hugléttara á eftir. Fannst víst ég
hafa gert mína skyldu."13
A Kirkjuhóli var mannlaus bær sumarið 1917, ábúendur
höfðu flutzt burt stuttu fyrr. Þetta ár eignaðist jörðina Jóhann-
es Guðmundsson í Ytra-Vallholti og nytjaði hana þaðan. Ekki
er víst að Stephan hafi haft fyrir augum torfbæinn óbreyttan,
þar sem hann fæddist og lærði að ganga, né heldur kálgarð for-
eldra sinna óbreyttan, en vafalítið renndi hann nú augum til
hans. Sá stutti hugðist á sínum tíma verða kartöflubóndi á
Kirkjuhóli, líkast til innblásinn af matjurtaræktinni þar, og
segir frá því glettnislega:
„Eg hafði plantað 3 kartöflur ofan í fjóshauginn eitt sumar
þar. Þær spruttu og báru af, eins og þær væri í garði Gósen, og
ég var hreykinn og ánægður. „I drambsemi míns hjarta“ gerði
ég það glappaskot að sýna leikbróður mínum frá næsta bæ ak-
urinn. Hann tók þessu svo, að hann sleit allar kartöflurnar upp
og reyndi að rota mig með þeirri stærstu, svo ég flúði, því hann
var miklu eldri og sterkari en ég. Eftir þetta hætti ég við kart-
öflurækt og haugaakra á íslandi! En lengi átti ég samt 2—3
bletti uppi á bæjarvegg, svo sem spönn á hverja hlið, og sáði í
þá á hverju vori þrenns konar sáði, rúgi, byggi og baunum.
Fékk nokkurra þumlunga strá - var dýrlegt, einkum bauna-
grasið.“14
Mjór er mikils vísir! í þessum litla kút á Kirkjuhóli blund-
13—16 Sama rit. IV. bindi, bls. 89-90.
98