Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 82
SKAGFIRÐINGABÓK
Pabbi og mamma glöddust yfir, að mér gekk vel á úrsmiða-
skólanum, en þar smíðaði ég m.a. svokallað „model-úr“ og í
sveinsprófinu fékk ég ágætiseinkunn, UG (eða óvenjulega
gott) og vegna þessa bauðst mér mjög góð staða hjá Carl Jon-
sén konunglegum hirðúrsmið á Strikinu í Kaupmannahöfn.
Skólastjóri úrsmiðaskólans mælti með mér í þessa stöðu, sem
var mjög eftirsótt. Þarna var ég settur í að gera við úr, er komu
frá danska aðlinum og hirðinni. Eg gerði m.a. við úr, er Alex-
andrina drottning átti.
Er ég var að smíða „model-úrið“ þurfti ég eitt sinn að sækja
efni í það til J.C.F., og er ég kom á Ráðhústorgið mætti ég
tveim ágætum vinum mínum frá Sauðárkróki, Margréti Sig-
urðardóttur sýslumanns, hjúkrunarkonu, og Sigurði bróður
hennar, listmálara, er voru fyrir nokkru komin til Danmerkur.
Er ég var að ræða við þau sagði Margrét: „Það er leiðinlegt að
frétta þetta um pabba þinn“. Eg hváði við, hafði ekkert frétt
nýlega að heiman. Magga hafði nýlega fengið bréf, hvar í stóð,
að pabbi hefði fengið heilablóðfall og væri mikið veikur. Þetta
varð til þess að ég breytti mínum áætlunum, lagði „módel-
úrið“ til hliðar og fór í sveinsstykkið. Eg bjóst við að þurfa að
fara heim og hjálpa mömmu við vinnustofuna.
Pabbi náði sér hins vegar ótrúlega fljótt og vel með aðstoð
Braga Ólafssonar héraðslæknis á Hofsósi, er gegndi fyrir Jónas
lækni í fjarveru hans. Ég var ákveðinn í að fara til íslands og
setjast að á Sauðárkróki, en áður en úr því varð, kollvarpaði
stríðið öllum áformum. Með hertöku Þjóðverja á Danmörku 9-
apríl 1940 lokaðist ég þar inni ásamt Huldu, Georg og Ottó.
Við vorum því fjögur systkinin er vorum komin í hringiðu
stríðsátaka. Og enn frekar lokaðist heimleiðin er Bretar her-
tóku Island mánuði síðar eða 10. maí.
Við hernám Danmerkur lokuðust margir Skagfirðingar inni í
Danmörku, þar á meðal tvö börn Stefaníu Arnórsdóttur og Sig-
urðar sýslumanns, þau Margrét og Sigurður, er ég nefndi hér að
framan. Þau voru öll stríðsárin úti. Það voru því 6 Króksarar er
80